Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna efst á SoCon Championship eftir 1. dag

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon hófu í gær leik á Southern Conference Championship, í Hilton Head, Suður-Karólínu.  Mótið stendur dagana 14.-16. apríl 2013. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum

Sunna deilir 1. sætinu eftir 1. dag með Emily McLennan frá Chattanooga háskólanum, en báðar léku 1. hring á 72 höggum eða sléttu pari. Á hringnum fékk Sunna 1 örn, 1 fugl, 13 pör og 3 skolla.

Berglind lék á 80 höggum í einstaklingskeppninni og er T-25 þ.e. deilir 25. sætinu með 4 öðrum.

Golflið Sunnu þ.e. Elon háskóla og golflið Berglindar þ.e. UNGC deila 6. sætinu í liðakeppninni eftir 1. dag.

Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Berglindar á SoCon Women´s Golf Championship SMELLIÐ HÉR: