Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á WCC Championship í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco hefja í dag leik á West Coast Conference Championship, en mótið fer fram í the Gold Coast GC í Bremerton í Washington. Þátttakendur eru 30 frá 6 háskólum.

Eygló Myrra á rástíma kl. 8:40 að staðartíma (sem er kl.15;40 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með gengi Eygló Myrru og golfliði USF með því að SMELLA HÉR: