Adam Scott – sigur á the Masters 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 17:00

Adam Scott í 3. sæti heimslistans

Adam Scott fór upp í 3. sæti heimslistans (7.92 stig) fyrir sigur sinn á The Masters risamótinu í gær.

Þetta er besti árangur Scott á heimslistanum, en þar áður hafði hann hæst verið í 5. sæti listans, eftir góða frammistöðu á BMW Championship í fyrra (Scott varð T-6 í því móti).

Ángel Cabrera tekur líka gott stökk upp listann, var í 269. sæti hans, en er nú í 64. sæti kominn langt á topp 100 og nálgast topp 50 á heimslistanum.

Tiger er sem fyrr efstur í 1.sæti heimslistans (12.17 stig) og Rory er nr. 2.(10.88 stig) Í 4. sæti er  Justin Rose (6.91 stig) ; í 5. sæti (6.48 stig) er Brandt Snedeker; í 6. sæti (6.46 stig) er Luke Donald; í 7. sæti (5.88 stig) er Louis Oosthuizen; í 8. sæti (5.64 stig) er Steve Stricker; í 9. sæti (5.48 stig) er Matt Kuchar og í 10. sæti (5.23 stig) er Phil Mickelson.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: