Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:30

Scott vottar Kel Nagle virðingu – er búinn að ákveða hvað verður í Champions Dinner næsta ár!!!

Adam Scott nýbakaður Masters meistari vottaði hinum 91 ára Ástrala Kel Nagle virðingu sína, en Nagle er elsti núlifandi meistari risamóta.

Nagle varð 91 árs s.l. desember og fylgdist líkt og mestöll ástralska þjóðin spennt með hvort Áströlum tækist nú loks að sigra á the Masters og binda þar með endi á 73 ára eyðimerkurgöngu sigurleysis Ástrala, allt frá því Jim Ferrier tók fyrst þátt í the Masters 1940 og hafnaði í 2. sæti árið 1950.

Nagle keppti fyrst á the Masters 1960; aðeins nokkrum mánuðum áður en hann keppti fyrir Ástralíu hönd á Opna breska á St. Andrews og sigraði.

Eftir að búið var að klæða Adam Scott í græna jakkann vottaði hann Nagle sérstaka virðingu sína:

„Það er ótrúlegt vegna þess að ég hitti Kel fyrst þegar ég var aðeins 10 ára og að vita að Kel og aðrar hetjur ástralsks golfs eins og Peter Thompson og allir séu að horfa á mig heima í Ástralíu er góð tilfinning,“ sagði Scott.

„Ég veit að heilsu Kel hefir hrakað og ég vona aðeins að sigur minn muni gleðja hann og færa bros á varir hans og alla frábæru meistarana, sem við eigum í Ástralíu vegna þess að ég ber dýpstu virðingu fyrir þeim öllum.“

Aðspurður hvernig sér litist á að spila á Augusta næstu 50 árin sagði hinn 32 ára Adam Scott: „Ég á eftir að hlakka til að fá bréf frá framkvæmdastjóranum hvenær s.s. það er þar sem hann segir mér að ég sé of gamall til að spila og ætti að hætta að spila,“ sagði Scott hlæjandi.

Adam Scott er líka búinn að ákveða hvað verður í Champions dinner á næsta ári: „Ástralskar kjötbökur, af hverju ekki?“

Ástralskar kjötbökur eru algert nammi!!!

Ástralskar kjötbökur eru algert nammi!!!