Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 11:30

Golfreglur: Æfing

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.

Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.

Raunhæft dæmi:

Í 36 holu höggleikskeppni, þar sem leika átti 18 sitthvorn daginn, var einn keppandinn búinn að setja púttið sitt niður á 3. holu en tekur síðan æfingapútt á 3. flöt í mótinu. Hvernig dæmist?

A. Keppandinn fær frávísun fyrir æfingu meðan á keppni stendur.

B. Keppandinn fær almennt 2 högga víti.

C. Keppandin fær 1 högg í víti.

D. Þetta er vítalaust.

Skrollið niður til að sjá rétt svar

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

Rétt svar: D sbr. reglu 7-2a. Í reglu 7-2a segir: „Leikmaður má ekki slá æfingahögg á meðan leikur um holu stendur yfir.

Á milli leiks um tvær holur má leikmaður ekki slá æfingahögg, nema hvað hann má æfa pútt eða vipphögg á eða við:

a. flöt þeirrar holu, sem síðast var leikin […].“