Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór hefur leik á SCC í dag

Andri Þór Björnsson, GR og „The Geaux Colonels“, golflið Nicholls State, hefja í dag leik á Southland Conference Championship.

Mótið stendur dagana 22.-24. apríl og leikið er  á Dye golfvelli Stonebridge Ranch Country Club í McKinney, Texas.

Þátttakendur eru 40 frá 8 háskólum. Andri Þór á rástíma kl. 8:32 (kl. 13:52 að okkar tíma hér á Íslandi).

Fylgjast má með gengi Andra Þórs og golfliðs Nicholls State með því að SMELLA HÉR: