Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 3. sæti eftir 2. dag á Atlantic Sun Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU leika í dag lokahringinn á Atlantic Sun Championship en mótið fer fram 21.-23. apríl 2013 á Legends golfvellinum í Chateau Elan.

Eftir 2 daga keppni er golflið ETSU í 3. sæti!!!

Guðmundur Ágúst er búinn að leika á samtals 160 höggum (80 80) og er á 4. besta skori liðs síns, sem telur í glæsiárangrinum í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með lokahring Guðmundar Ágústs og ETSU á Atlantic Sun Championship SMELLIÐ HÉR: