Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:28

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey í 1. sæti á Conference of Carolinas Championship eftir 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey taka þátt í Conference of Carolinas Championship.

Mótið fer fram í Burlington, Norður-Karólínu dagana 20.-22. apríl 2013 og verður lokahringurinn leikinn í kvöld.

Eftir 2. leikna hringi eru Arnór Ingi og golflið Belmont Abbey efst í 1. sætinu!!!! Glæsilegur árangur það og vonandi að áframhald verði á góðu gengi í kvöld!!!

Arnór Ingi er í 4. sæti í einstaklingskeppninni; er búinn að leika hringina 2 á samtals 144 höggum (74 70) og er á 2.-3. besta skori í liði sínu og telur skor hans því í glæsiárangri liðsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Conference of Carolinas Championship SMELLIÐ HÉR: