Dustin Johnson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2013 | 23:45

PGA: Dustin Johnson dregur sig úr Wells Fargo mótinu

Dustin Johnson (DJ) hefir dregið sig úr Wells Fargo Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour og borið fyrir sig eymsli í vinstri úlnlið.

Sæti hans í mótinu tekur Paul Haley II, sem hefir varið síðustu leiktíð á Web.com Tour. Á þessu ári hefir Haley ekki komist í gegnum niðurskurð 7 sinnum af þeim 8 skiptum sem hann hefir spilað í PGA Tour mótum.

DJ, á hinn bóginn, hefir spilað vel undanfarið, verið meðal efstu 15 í öllum síðustu 3 mótunum, sem hann hefir tekið þátt í, þ.á.m. varð hann T-4 í Houston og í 13. sæti á the Masters.

Hins vegar í þau 3 skipti,  sem DJ hefir tekið þátt  í Wells Fargo mótinu á Quail Hollow hefir hann tvisvar misst af niðurskurði.

Hann áætlar að næsta mót sem hann spili í verði THE PLAYERS Championship.