Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2013 | 07:00

Ólafur Björn á 70 eftir 1. dag á Columbia Open

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í gær leik á  Columbia Open mótinu  í Suður-Karólínu en mótið er hluti af eGolf-mótaröðinni. Spilað er í Columbia Country Club – Ridgewood/Tall Pines, Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir frá vellinum) með því að   SMELLA HÉR: 

Þátttakendur eru 125.

Ólafur Björn lék fyrsta hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 24. sæti ásamt 10 öðrum, eftir fyrsta keppnisdag. Hann fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla á hringnum.

Um þennan fyrsta hring sinn á Columbia Open sagði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sinni:

„Ágæt byrjun á fyrsta degi hér í Suður-Karólínu. Sýndi fína takta og endaði á 70 höggum (-1). Það vantar svolítið upp á boltasláttinn og sjálfstraustið í púttunum en þetta er allt á réttri leið. Kláraði hringinn með skemmtilegum hætti í dag, þar sem ég vippaði ofan í fyrir fugli á lokaholunni. Meira af þessu á morgun. Annar hringur hefst í fyrramálið kl. 08:30. (innskot: þ..e. kl. 12:30 að íslenskum tíma).“ 

Til þess að sjá stöðuna á Columbia Open mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: