Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2013

Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún er eigandi golfvefverslunarinnar Hissa.is, þar sem margt skemmtilegt fyrir kylfinginn fæst m.a. hinir vinsælu SeeMore pútterar, japönsku Miura kylfurnar og SNAG golfkennsluútbúnaðurinn. Auk þess eru margir eigulegir smáhlutir sem fást s.s. tí, boltamerki, birdiepelar o.m.fl.  Hægt er að smella á auglýsingu Hissa.is hér á síðunni til þess að sjá úrvalið.

Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni (Magga Birgis) golfkennara og eiga þau tvo stráka Pétur og Birgi Björn.

Komast má á facebooksíðu Ingibjargar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is