Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2013 | 00:45

PGA: Vijay Singh hreinsaður af öllum ávirðingum vegna notkunnar ólöglegra efna

Fidji-kylfingurinn Vijay Singh hefir verið hreinsaður af öllum ávirðingum vegna notkunnar ólöglegra efna og kemur ekki til beitinga neinna agaviðurlaga af hálfu PGA mótaraðarinnar.

Í fréttatilkynningu frá PGA segir þannig:

Vímuvarnaráætlun PGA mótaraðarinnar (ens.: PGA TOUR Anti-Doping Program) sem hefir verið í gildi frá júlí 2008 fer nákvæmlega eftir alþóðlega vímuvarnar staðlinum sem settur var fram af  Heimsvímuvarnarstofnuninni WADA (styttting á World Anti-Doping Agency) sérstaklega þegar kemur að túlkun og beitingu listans um ólögleg vímuefni og neysluaðferðir þeirra.

Í grein sem birtist í Sports Illustrated 28. janúar s.l. var haft eftir Vijay Singh að hann viðurkenndi notkun á svonefndu hreindýrahornsspreyi (ens.: deer antler spray supplement). Þar á eftir staðfesti Singh í fréttatilkynningu, að hann hefði notað hreindýrahornsspreyið. Í margnefndu hreindýrahornsspreyi er IGF-1, sem er vaxtarhormón sem er á bannlista bæði WADA og PGA Tour og sem PGA varaði leikmenn við að nota í ágúst 2011. Eftir að Sports Illustrated greinin birtist, sendi WADA líka út viðvörun varðandi hreindýrahornsspreyið, þann 5. febrúar 2013.

Engin aðferð er, sem stendur, til sem greinir IGF-1 í blóði. Í stefnu PGA Tour varðandi ólögleg efni segir að viðurkenning á notkun bannaðra efna sé brot á stefnunni jafnvel þó ekki liggi fyrir jákvæð vímuefnaprufa.

Eftir að staðfest var að ólöglega efnið IGF-1 væri í hreindýrahornsspreyinu, sem Singh lét UCLA rannsóknarstofunni í té, sem hlotið hefir viðurkenningu WADA, þá fór PGA með málið eins og um brot á stefnu mótaraðarinnar gegn misnotkun á vímuefnum væri að ræða og viðurlög voru veitt. Singh áfrýjaði fengnum viðurlögum skv. leiðbeiningum PGA Tour og vímuvarnaráætlunar þess. Í áfrýjunarferlinu hafði lögmaður PGA Tour samband við WADA til þess að fá nokkur tæknilega atriði á hreint.

Á þeim tíma upplýsti WADA að það teldi notkun hreindýrahornssprey ekki lengur bannað nema ef fyrir lægi jákvæð prufa.  Í gær þann 30. apríl 2013, sendi WADA eftirfarandi staðfestingu til PGA mótaraðarinnar þar sem sagði:

„Í tengslum við yfirvofandi IGF-1 málaferli, þá er það afstaða WADA, þegar bannlistanum er beitt, að notkun „hreindýrahornsspreys (sem inniheldur aðeins lítið magn af IGF-1) sé ekki bannað.

Á hinn bóginn skyldi það látið uppskátt að hreindýrahornssprey, sem inniheldur lítið magn af IGF-1, getur haft áhrif á fíkniefnapróf.

Leikmenn eru varaðir við að ef prufur eru jákvæðar þ.e. innihalda IGF-1 eða hGH, þá er svo álitið að um neikvæða rannsóknarniðurstöðu fyrir þá sé að ræða.“

Á grundvelli þessara nýju upplýsinga, að gefnu forystuhlutverki WADA í túlkun á bannlistanum þá úrskurðaði PGA Tour svo að einungis væri sanngjarnt að meðhöndla notkun Vijay Singh á hreindýrahornsspreyinu ekki lengur svo sem um brot á vímuvarnaráætlun PGA Tour væri að ræða.

Frá því að málið komst upp hefir Vijay Singh verið í nánu samstafi við rannsóknaraðila PGA Tour og verið algerlega opinskár og heiðarlegur. Ekki nokkur ástæða er til að trúa því að Singh hafi notað ólöglegu efnin af ásetningi vitandi að þau væru á bannlista en hins vegar kemur skýrt fram í vímuvarnaráætlun  PGA Tour að leikmenn beri ábyrgð á notkun ólöglegra efna án tillits til ásetnings þeirra. Í þessu tilliti skal tekið fram að Singh hefði átt að hafa samband við yfirmenn vímuvarnaráætlunar PGA Tour til þess að ganga úr skugga um að ekki væri um nein ólögleg efni að ræða, sérstaklega m.t.t. viðvörunarinnar í ágúst 2011 viðvíkjandi hreindýrahornsspreyið.

Í framtíðinni ætlar PGA Tour að auka fræðslu til þess að minna leikmenn á vímuvarnaráætlun PGA Tour og hætturnar á að nota efni án skilnings á innihaldsefnum þeirra. Unnið verður að því að styrkja heimildaraðila, sem svarað geta spurningum sem leikmenn PGA Tour hafa um tiltekið meint ólöglegt efni.

PGA Tour viðurkennir að vísindi vímuvarna sé málefni sem er í stöðugri þróun og PGA Tour mun halda áfram að vinna með ráðgjöfum sínum og WADA til þess fylgjast með helstu þróun á þessu sviði. Þ.á.m. felst í því að vera í fararbroddi í að þróa stefnur og ferli sérstaklega hvað varðar rannsóknir á vaxtahormónum og IGF-1.  Þegar til staðar verða prufur fyrir þessi efni þannig að greina megi þau í blóði mun PGA Tour halda áfram að fylgjast með stöðunni og gera breytingar á stefnu sinni s.s. nauðsynlegt eða viðeigandi er. „

Heimild: PGA Tour