Lancôme Open hjá GHR – 5. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2013
Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og því 47 ára. Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín. Hann er ásamt samhöfundi sínum, landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira
Evróputúrinn: Rumford sigraði í Kína
Ástralinn 35 ára, Brett Rumford, varð í dag aðeins 31. kylfingurinn á Evrópumótaröðinni til þess að vinna tvö mót í röð en hann vann Ballantine´s Open í Icheon, Suður-Kóreu um síðustu helgi á 1. holu bráðabana eftir að hafa fengið glæsiörn. Í dag var allt miklu meira blátt áfram. Rumford sýndi nokkra yfirburði var á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 67 69 68) og átti 4 högg á næsta keppanda, Finnann Mikko Ilonen sem búinn var að vera í forystu á 2. degi mótsins (þegar hann átti glæsihring upp á 63 högg). Rumford spilaði stöðugt og gott golf og til marks um það eru allir hringir hans 4 Lesa meira
LPGA: Cristie Kerr efst fyrir lokahringinn á Kingsmill mótinu
Það er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Cristie Kerr, sem er í 1. sæti fyrir lokahring Kingsmill mótsins í Williamsburg, Virginíu. Kerr er samtals búin að spila á 10 undir pari, 203 höggum (66 71 66) og hefir 2 högga forystu á þær sem næstar koma „norsku frænku okkar“ Suzann Pettersen og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis. Þær eru búnar að spila á samtals 8 undir pari, 205 höggum, hvor. Í 4. sæti er Angela Stanford á samtals 7 undir pari og í 5. sæti er Ilhee Lee frá Suður-Kóreu á samtals 6 undir pari. Sjötta sætinu á samtals 5 undir pari, hver, deila 4 kylfingar þ.á.m. núverandi nr. Lesa meira
PGA: Watney og Mickelson deila 1. sætinu fyrir lokahringinn á Wells Fargo
Það eru þeir Nick Watney og Phil Mickelson sem deila efsta sætinu á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, í Charlotte, Norður-Karólinu, eftir 3. keppnisdag. Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum; Phil (68 67 73) og Nick (67 70 71). Í 3. sæti er George McNeill á samtals 7 undir pari 209 höggum og fjórða sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Lee Westwood og Robert Karlsson, sem allir eru 2 höggum á eftir forystumönnunum. Rory McIlroy er síðan einn af 5 kylfingum sem deila 10. sætinu 3 höggum á eftir forystumönnunum Phil og Nick. Eitt fallegasta högg 3. dags á Wells Fargo átti Gary Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Hér er einn sem erfitt er að þýða á íslensku og verður hann því bara birtur hér á ensku: Nr. 1 An older couple are playing in the annual club championship. They are playing in a play off hole and it is down to a 6 inch putt that the wife has to make. She takes her stance and her husband can see her trembling. She putts and misses, they lose the match. On the way home in the car her husband is fuming, “ I can’t believe you missed that putt!“ „That putt was no longer than my ‘willy’.“ The wife just looked over at her husband and smiled Lesa meira
Ólafur Björn hlaut $1167 í verðlaunafé á Columbia Open
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag keppni á Columbia Open mótinu í Suður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf-mótaraðarinnar. Spilað var í Columbia CC – Ridgewood/Tall Pines í Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir af vellinum) með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn lék samtals á 1 undir pari, 283 höggum (70 70 72 71). Hann lauk keppni í 28. sæti og hlaut $ 1.167 í verðlaunafé. Sigurvegari mótsins varð Tanner Ervin, sem spilaði samtals á 16 undir pari, 268 höggum (67 63 67 71). Til þess að sjá úrslitin á Columbia Open SMELLIÐ HÉR:
GS: Sigurður Jónsson og Dave Saworan sigruðu í Opna Goflbúðar mótinu
Í dag fór fram á Hólmsvelli í Leiru Opna Golfbúðin, golfmót. Skráðir til leiks voru 91 og 85 luku keppni. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt 1. verðlaun fyrir efsta sætið í höggleiknum og verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni. Á besta skorinu í Opna Golfbúðar mótinu var heimamaðurinn Sigurður Jónsson, GS, en hann spilaði Leiruna á 1 undir pari 71 höggi. Á sama skori var klúbbfélagi hans Ásgeir Jón Guðbjartsson, GS, en Sigurður var með færri högg á seinni 9, þ.e. 34. Í 3. sæti varð síðan Gísli Sveinbergsson, GK, á 1 yfir pari, 73 höggum. Í efsta sætinu í punktakeppninni var Lesa meira
GG: Ástríkur og Steinríkur sigruðu á Opna Veiðafæraþjónustu Texas Scramble mótinu
Í dag fór fram Opna Veiðafæraþjónustan – Texas Scramble mót á Húsatóftavelli. Það rigndi vel í Grindavík í dag og eftir hádegi fór heldur að hvessa. Um 60 kylfingar tóku þátt. Liðsmenn Ástríks og Steinríks, Ingvar og Svanur Jónssynir úr GÞ, fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku á 61 höggi nettó. Liðsmenn Chelsea, Gunnar Þór Gunnarsson úr GR og Þorvaldur Freyr Friðriksson úr GK, léku einnig á 61 höggi en Ingvar og Svanur léku betur á seinni níu holunum. Illa liðið, skipað þeim Magnúsi Kára Jónssyni og Óttari Helga Einarssyni úr GKG urðu í þriðja sæti á 64 höggum. Veitt voru nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Lesa meira
Skemmtileg FedEx golfauglýsing
Umboðsmaðurinn í þessari auglýsingu er eitthvað óánægður með hljómsveitina sína. Þeir fíla golf! Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:








