Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 12:00

Golfreglur: Bolti sleginn

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.

Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.

Raunhæft dæmi:

Í höggleikskeppni slær örvhentur leikmaður með kylfu fyrir rétthenta þannig að hann notar bak kylfuhaussins en ekki höggflöt kylfunnar þegar hann slær boltann. Hvernig dæmist?

A. Þetta er vítalaust.

B. Leikmaðurinn fær 1 högg í víti.

C. Leikmaðurinn fær almennt 2 högga víti.

D. Leikmaðurinn fær frávísun.

Skrollið niður til að sjá rétt svar

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

Rétt svar:  A. Leikmaður má slá með hvaða parti kylfuhaussins, allt sem hann verður að gera skv. reglu 14-1 er að slá boltann hreinlega og að kylfan  verður að vera í samræmi við reglu 4-1 um form og gerð kylfa.

Í reglu 14-1 segir:

„Slá verður boltann hreinlega með kylfuhausnum og ekki má krafsa, ýta eða moka honum.“

Raunhæfa dæmið hér er  í raun úrskurður 14-1/1.