Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 06:45

LPGA: Ariya Jutanugarn í forystu þegar Kingsmill mótið er hálfnað

Það er thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn, sem er í forystu þegar Kingsmill Championship er hálfnað á River golfvelli, Kingsmill golfstaðarins í Williamsburg, Virginíu.

Ariya er samtals búin að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum (64 71).

Í 2. sæti eru þær Angela Stanford og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Stacy Lewis, á samtals 6 undir pari, 136 höggum.

Fjórða sætinu deila síðan „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, fyrrum W-7 módelið þýska, Sandra Gal og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Cristie Kerr frá Bandaríkjunum, á samtals 5 undir pari, 136 höggum, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: