Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2013 | 11:30

Evróputúrinn: Brett Rumford leiðir fyrir lokahringinn í Kína

Það er Ástralinn Brett Rumford sem kominn er með 1 höggs forystu á forystumann gærdagsins Mikko Ilonen frá Finnlandi fyrir lokahring Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og fer fram í Tianjin í Kína.

Samtals er Rumford búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (68 67 69), en Ilonen á 11 undir pari, 205 höggum (69 63 73). Ilonen var með ágætis forystu í gær en glutraði henni niður með hring upp á 1 yfir pari í dag, 73 höggum og er 10 högga munur á þessum hring og glæsihring hans í gær upp á 63 högg, sem fleytti honum upp í 1. sætið.

Hinn 35 ára ástralski kylfingur, Brett Rumford sem svo eftirminnilega vann Ballantine´s Open með erni á 1. holu bráðabana í síðasta mánuði er á fleygiferð upp á við þessa dagana.

Um hringinn í dag sagði hann:  „Þetta var erfiður dagur. Ég byrjaði að finna fyrir því á seinni 9. En mér tókst vel að hanga á mínu með nokkrum þreyttum golfsveiflum  – andlega hékk ég inni – líkamlega ekki svo mjög en með andlega þáttinn. Vindurinn var að þurrka allt þannig að maður varð að vera nákvæmur.“

Í 3. sæti er spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal ; í 4. sæti er Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat og í 5. sæti Hollendingurinn Joost Luiten.

Til þess að sjá stöðuna á eftir 3. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: