Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2013 | 11:25

Heimslistinn: Ernst upp um 1084 sæti

Nýliðinn á PGA Tour, Derek Ernst, 22 ára, er svo sannarlega hástökkvari vikunnar á heimslistanum, sem birtur var í gær.   Ernst var nr. 1207 á heimslistanum, en fór upp um 1084 sæti í 123. sætið! Fyrir sigurinn á Wells Fargo mótinu fær hann auk stórbættrar stöðu á heimslistanum, meira en 100 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn, keppnisrétt í 2 ár á PGA Tour, auk þátttökuréttar á WGA-Bridgestone mótið, PGA Championship mótið, Tournament of Champions og the Masters risamótið 2014. Ástralinn Brett Rumford var nr. 237 á heimlistanum fyrir 2 vikum en eftir 2 sigra í röð á Evrópumótaröðinni er hann nú lentur í 76. sætinu. Litlar breytingar eru meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2013 | 09:30

PGA: Hárskerastóllinn frægi á TPC Sawgrass

Mót vikunnar á PGA Tour er hið fræga Players mót sem að venju fer fram á TPC Sawgrass. Veður á PGA mótaröðinni það sem af er árs hefir ekkert verið sérstakt og ófá mótin sem frestað hefir verið vegna rigninga, þruma og eldinga eða jafnvel snjóa (Accenture Match Play). Menn voru að gera sér vonir um að veðrið yrði nú eitthvað skárra þar sem mót vikunnar nú er í Flórída, en jafnvel þar hefir rignt eins og hellt væri úr fötu að undanförnu.  Úrkoma það sem af er hefir mælst jafnmikil og í Edinborg, Skotlandi fyrstu 6 mánuði ársins! Á árunum 1977-1981 fór The Players fram við völl Sawgrass Country Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2013 | 08:59

GSÍ: Æfingar afrekshópa ganga vel

Seinasta æfing undirbúningstímabilins hjá afrekshópum GSÍ fór fram s.l sunnudag í blíðskaparveðri hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, en 26 kylfingar tóku spilæfingu undir stjórn Úlfars Jónssonar landsliðsþjálfara. Að sögn Úlfars hafa afrekshóparnir æft vikulega frá áramótum, framan af mestmegnis í Kórnum, en þegar líða tók á vorið fóru æfingar fram í Hraunkoti og í Básum. Loks var seinasta æfingin spilæfing hjá Kili. Hvernig hafa æfingar afrekshópanna gengið? „Æfingar hafa gengið ágætlega í vetur. Vissulega hefði maður viljað hafa hlýrra vor og geta haft fleiri æfingar utandyra, en við ráðum engu hvað varðar veðurfar. Markmið með æfingum hjá afrekshópunum er fyrst og fremst að útbúa keppnislíkar æfingar þar sem árangur er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2013

Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959.  Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er formaður stjórnar kvennanefndar þar. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Sigurvegarar í 4. flokk á Íslandsmóti 35+, 2011. F.v.: Elísabet Böðvarsdóttir, Ingveldur Ingvarsdóttir og Guðrún Ösp Þórgnýsdóttir. Mynd: helga66.smugmug.com Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn:   Ingveldur Ingvarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Grier Jones, 6. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 15:00

Golfreglur: Bolti út af

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Þetta raunhæfa dæmi er e.t.v. ekki svo raunhæft hér á landi og nýtist einkum kylfingum sem spila á golfvöllum erlendis. Engu að síður gott að kunna reglurnar þó þær nýtist e.t.v. aðeins á völlum erlendis. Hér fer raunhæfa dæmið: Bolti leikmanns lendir í héraholu, sem er þannig að boltinn lendir í holuinngangspartinum sem er  inni á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 12:45

PGA: Hápunktar og högg 4. dags á Wells Fargo

Í gær lauk Wells Fargo mótinu í Quail Hollow í Charlotte, Norður-Karólínu, með sigri nýliðans á PGA Tour, Derek Ernst. Hér má sjá hápunkta 4. og lokahrings Wells Fargo mótsins SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá högg 4. dags  sem Englendingurinn David Lynn átti, en hann hafnaði í 2. sæti á Wells Fargo mótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 12:30

Golfútbúnaður: PING Nome pútterinn

PING Nome pútterinn er nýjasti pútterinn frá PING, sem hefir verið endurbættur skv. „True Roll“ concepti PING, en hann er nú kynntur sem  PING Nome TR pútter. PING’s TR serían af pútterum er fyrsta serían sem hefir breytilegar dýpt á grópum, sem eru greyptar beint á púttershöggflötinn. Grópirnar eru dýpstar í miðjunni og grynnka eftir því sem nær dregur brúnunum sem á að hafa í för með sér stöðugri boltahraða. Rannsóknir PING hafa sýnt að TR grópirnar bættu stöðugleika um næstum 50% á 9 punktum á púttershöggfletinum. Upprunalegi PING Nome pútterinn kom á markað á síðasta ári. Nýja TR módel-ið er með  350 gr. kylfuhöfuð úr hágæða loftmótuðu (ens. aircraft) áli.  Bodý-ið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 11:45

LPGA: Cristie Kerr sigurvegari á Kingsmill Championship

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Cristie Kerr stóð uppi sem sigurvegari á Kingsmill Championship sem lauk í Williamsburg, Virginíu í gær. Cristie og hin norska Suzann Pettersen voru jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; báðar voru þá samtals á 12 undir pari, 272 höggum; Cristie (66 71 66 69) og Suzann (66 69 68 67).  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Cristie hafði betur á 2. holu bráðabanans (en par-4 18. holan var spiluð 2 sinnum)  þ.e. fékk par, meðan norska frænka okkar fékk skolla. Thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn og Ilhee Lee frá Suður-Kóreu deildu 3. sætinu á samtals 10 undir pari, 274 höggum; Ariya Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2013 | 22:00

PGA: Derek Ernst sigraði eftir bráðabana á Wells Fargo

Það var bandaríski nýliðinn Derek Ernst sem sigraði nú fyrir skömmu á Wells Fargo mótinu, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni. Ernst lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (67 71 72 70), líkt  og David Lynn frá Englandi (71 68 71 70) og varð að skera úr um niðurstöðuna í bráðabana. Þar vann Ernst strax á 1. holu bráðabanans, sem var 18. hola vallarins, en hann fékk par á hana.  Í sigurlaun fær hann m.a. þátttökurétt á Players mótið! Golf 1 var með kynningu á Derek Ernst í greinaflokknum „Nýju strákarnir á PGA Tour 2013″ og má sjá greinina um Ernst með því að SMELLA HÉR:  Í 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2013 | 16:30

GHR: Ólöf Baldursdóttir sigraði á Lancôme Open – Myndasería

Í dag fór fram á Hellu hið árlega Lancôme Open. Alls luku 90 konur keppni en leikfyrirkomulag var sem fyrr flokkaskipt punktakeppni.  Er keppendum skipt í 3 flokka eftir forgjöf 1. flokkur 0-14 í fgj; 2. flokkur 14.1-24,9 og 3. flokkur fgj. 25-36. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Sigurvegari yfir allt mótið varð Ólöf Baldursdóttir úr Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði, en hún spilaði Strandarvöll á glæsilegum 36 punktum!!! Reyndar var Regína Sveinsdóttir, GKB líka með 36 punkta en Ólöf var betri á seinni 9, var með 18 punkta en Regína 15 punkta. Ólöf sigraði þar með einnig sinn Lesa meira