Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2013 | 11:45

LPGA: Cristie Kerr sigurvegari á Kingsmill Championship

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Cristie Kerr stóð uppi sem sigurvegari á Kingsmill Championship sem lauk í Williamsburg, Virginíu í gær.

Cristie og hin norska Suzann Pettersen voru jafnar eftir hefðbundnar 72 holur; báðar voru þá samtals á 12 undir pari, 272 höggum; Cristie (66 71 66 69) og Suzann (66 69 68 67).  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Cristie hafði betur á 2. holu bráðabanans (en par-4 18. holan var spiluð 2 sinnum)  þ.e. fékk par, meðan norska frænka okkar fékk skolla.

Thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn og Ilhee Lee frá Suður-Kóreu deildu 3. sætinu á samtals 10 undir pari, 274 höggum; Ariya (64 71 73 66) og Ilhee (69 69 69 67).

Bandarísku kylfingarnir Angela Stanford og Stacy Lewis deildu 5. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor og núverandi nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park varð í 7. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: