Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2013 | 22:00

PGA: Derek Ernst sigraði eftir bráðabana á Wells Fargo

Það var bandaríski nýliðinn Derek Ernst sem sigraði nú fyrir skömmu á Wells Fargo mótinu, sem var mót vikunnar á PGA mótaröðinni.

Ernst lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (67 71 72 70), líkt  og David Lynn frá Englandi (71 68 71 70) og varð að skera úr um niðurstöðuna í bráðabana. Þar vann Ernst strax á 1. holu bráðabanans, sem var 18. hola vallarins, en hann fékk par á hana.  Í sigurlaun fær hann m.a. þátttökurétt á Players mótið!

Golf 1 var með kynningu á Derek Ernst í greinaflokknum „Nýju strákarnir á PGA Tour 2013″ og má sjá greinina um Ernst með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti varð Phil Mickelson á samtals 7 undir pari og fjórða sætinu deildu Lee Westwood og Robert Karlsson á samtals 6 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: