Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2013 | 21:15

Obama berst við repúblíkana …. á golfvellinum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, var í pólítískum slag…. á golfvellinum í gær.

Hann spilaði 18 holur með öldungadeildarþingmönnunum Saxby Chambliss frá Georgíu og Bob Corker frá Tennessee, sem eru repúblíkana meginn.

Í liði Obama var Mark Udall demókrata öldungadeildarþingmaður frá Colorado.

Þeir 4 spiluðu á 6.759 yarda langa Suður-völl Andrews Air Force, sem er rétt hjá Camp Springs í Maryland.

Obama og Udall töpuðu fyrir Chambliss og Corker og þar réði mestu ásinn sem Chambliss fékk á par-3 11. holu Andrews Air Force vallarins, sem er 190 yarda (174 metrra) af öftustu teigum.