Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2013 | 13:00

Golfreglur: Golfbolti finnst ekki… fyrr en ofan í holu

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.

Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.

Raunhæft dæmi:

Leikmaður sem slegið hefir aðhögg að flöt finnur ekki boltann sinn. Hann setur annan bolta í leik, en sér síðan að upphaflegi boltinn hans hefir lent ofan í holu. Hvernig dæmist?

A. Skorið með upprunalega boltanum gildir.

B. Leikmaðurinn verður að ljúka leik með seinni boltanum og það skor gildir.

C. Leikmaðurinn fær 2 högg í víti og lýkur leik á holunni með seinni boltanum.

D. Leikmaðurinn fær frávísun.

Skrollið niður til að sjá rétt svar

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

|

Rétt svar:  A. Skorið með upprunalega boltanum er það sem gildir. Leiknum á holunni lauk þegar upprunalegi boltinn var settur niður í holuna. Niðurstaðan byggist á úrskurði 1-1/2