Bara fallegur fylgihlutur?
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 09:00

Tiger hífaður með Vonn á Met Gala

Fyrsta opinbera kvöld Tiger og kærestu hans Lindsey Vonn gekk ekki snurðulaust fyrir sig í New York. Þau gengu eftir rauða dreglinum innan um annað frægt fólk í gær, sem komið var á hið árlega Costume Institute Gala í Metropolitan Museum of Art í NYC og héldu síðan niður í bæ í partý í Boom Boom Room á toppi Standard hótelsins.

Til þess að sjá 100 myndir af öðrum stjörnum (mynd Tiger og Vonn er nr. 25)  SMELLIÐ HÉR:

Vonn, 28 ára, var glæsileg í löngum hvítum kjól með háum klaufum að framan þegar hún stýrði hinum 37 ára kylfingskæresta sínum í gegnum samkomu fræga fólksins, en meðal viðstaddra voru (Leonardo DicaprioAnne Hathaway, Amanda SeyfriedChris BrownSolange Knowles og Kate Upton)

HÉR má sjá myndir frá framhjáhaldshneyksli Tiger fyrir 4 árum 

„Tiger virtist ekki líða vel,“ sagði maður sem var að fylgjast með öllu í Boom Boom Room. Vonn og Tiger dásömuðu Manhattan skyline (þar sem Tiger faðmaði Lindsey að aftan við eitt tækifæri) og síðan settust þau, spjölluðu, drukku, héldust í hendur og kysstust mestallt kvöldið. Á einum punkti kvöldsins stóð Tiger upp og byrjaði að dansa skringilega, „hliðar saman hliðar“ og greip í afturendann á hlæjandi Vonn.

Þegar kominn var tími til að kveðja partýið kl. 2 datt Tiger þegar þau voru á leið niður nokkrar tröppur og hreyfði sig ekki frá staðnum, þar til Vonn, sem virtist gnísta saman tönnum og fór hjá sér, hjálpaði honum á fætur og hjálpaði honum (hann vaggaði svolítið þegar hann gekk) að útgöngudyrunum, skv. sjónarvotti.

Þetta fyrsta skipti þeirra saman á rauða dreglinum á Met Gala voru þau í boði Vogue sem sá um fatnað stjarnanna, en hvorugt gaf færi á sér í viðtal.

Hér má sjá gamlar myndir af Tiger and Elin,

„Lindsey og ég höfum verið vinir í nokkurn tíma en s.l. nokkra mánuði höfum við orðið náin og erum á föstu,“ sagði Woods þegar hann tilkynnti um samband sitt við Vonn á Facebook s.l. mars. Hann og  Elin Nordegren skildu árið 2010 eftir að hann hélt ítrekað framhjá henni, svo sem margtuggið er.