17. brautin á TPC Sawgrass – einum uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar erlendis
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2013 | 08:00

The Players 2013 nálgast

Ponte Vedra Beach, Florida – THE PLAYERS Championship, TPC Sawgrass Stadium Course – þegar maður heyrir þessi nöfn fer hjartað óneitanlega að slá hraðar …. hjá mörgum atvinnumönnum sekkur hjartað í buxurnar. En líklega stendur engum alvöru kylfingum á sama um meistaraverk Pete Dye.

Þess mætti geta að niðurstöður, sem Golf 1 vann úr viðtölum sem tekin hafa verið við íslenska kylfinga, sýna að TPC Sawgrass er annar af 2 uppáhaldsgolfvöllum íslenskra kylfinga erlendis – hinn er St. Andrews Old Course í Skotlandi – sjá með því að SMELLA HÉR: 

The Players Championship hefst nú á fimmtudaginn og er mótið oft nefnt 5. risamótið – svo hátt er verðlaunaféð… 9.5 milljónir – og allir vilja fá þátttökurétt!!!

Sá sem á titil að verja í mótinu er núverandi nr. 11 á heimslistanum, þ.e. heimsmeistarinn í holukeppni 2013, Matt Kuchar. Hann mun að sjálfsögðu reyna að verja titil sinn og þar með reyna að verða sá fyrsti í sögu mótsins til þess að vinna 2 ár í röð.

Völlurinn sem er 7215 yarda langur er krefjandi á margan hátt.

En frægastur er Sawgrass þó fyrir par-3, 17. eyjaflötina, en „brautin“ er 137 yarda (6597 metra) af öftustu teigum. Það er eitt að reyna að hitta grínið þegar maður er einn að spila TPC Sawgrass – fæstir fá þó að  reyna það fyrir framan 10.000 öskrandi áhorfendur …. þá verður svo sannarlega að vera með taugar úr stáli. Á The Playersí fyrra lentu 40 boltar í vatninu.

Veðmál blómstra sem aldrei fyrr um hver verði sigurvegari The Players 2013, sem m.a. hlýtur 1,7 milljónir í sigurlaunin á sunnudaginn. Þeim sem spáð er mestri velgengni í veðbönkunum eru: Adam Scott, Jim Furyk, Tiger, Lee Westwood og Luke Donald.(Hmmm ekkert minnst á Rory, Derek Ernst eða Rickie Fowler?) Alltaf gaman þegar einhverjum ungum kylfingi tekst að koma manni á óvart!

Skyldi einhverjum skyndilega langa til þess að sjá mótið þá er ekki um annað að gera en að kaupa sér miða í beinu flugi Icelandair til Flórída! (Kreppa hvað?) Hægt er að fá miða á mótið fyrir $ 15,-  Veðurspáin frá fimmtudegi – sunnudags er fín 27° hiti, skýlaus himinn, létt gola…. og mótið verður eflaust sem fyrr…. æðislegt!