Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 22:00

Ólafur Björn á 2 undir pari eftir 1. dag Palisades Classic

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í dag keppni í Palisades Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Professional mótaröðinni. Mótið fer fram á golfvelli Palisades CC, í Charlotte, Norður-Karólínu.

Mótið stendur dagana 15.-17. maí.

Ólafur spilaði fyrsta hring á 2 undir pari, 70 höggum og deilir sem stendur  25. sætinu með nokkrum öðrum. Hann skilaði „hreinu skorkorti“ var með 2 fugla og 16 pör.

Efstur í mótinu eftir 1. hring er bandaríski kylfingurinn Henry Zaytoun, sem spilaði 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Palisades Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: