Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 09:00

Kylfingur deyr á St. Andrews

Félagi í  New Golf Club of St Andrews fékk áfall og dó meðan hann var við golfleik á  St. Andrews Old Course s.l. laugardag (11. maí 2013).

Kylfingurinn sem um ræðir var japanskur og hét Akira Hasegawa, 65 ára.  Hann rak um tíma japanskan veitingastað í Edinburgh, en veiktist skyndilega meðan á leik stóð.

Hann reyndi að ganga af velli en datt niður nálægt 15. holu á St. Andrews Old Course.

Hasegawa hafði verið félagi í The New Golf Club frá árinu 2010 og á síðasta ári vann hann eitt af innanfélagsmótum klúbsbsins.

Starfsmenn Old Course reyndu að endurlífga Hasegawa en án árangurs.