Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2013 | 07:45

Golfútbúnaður: Vann Tiger Players út af nýju Nike TW 14 skónum sem hann var í?

Þegar Tiger Woods sigraði á the Players var hann í glænýjum skóm frá Nike, Nike TW 14, sem koma á markað í Bandaríkjunum 7. júní n.k.

Vegna þess mikla árangurs, sem hann hefir náð þá er ekki nema von að hann sé brosandi þegar hann tvítaði  mynd af sér s.l. mánudag í nýju skónum (sjá hér að neðan):

Tiger Woods í nýja Nike TW14 skónum

Og hann er í stuttbuxum líka!!! Meira svona!!!

Það sem af er keppnistímabilsins hefir Tiger sigrað á 4 af þeim 7 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

Og það fyrir júní !

Það er aðeins í 2. sinn sem honum hefir tekist það á öllum ferli sínum; síðasta skiptið var árið 2000. Og hvað gerði hann í framhaldinu? Hann vann öll 4 risamótin og varð fyrstur kylfinga til þess að vera handhafi allra titlanna í einu!

Ef honum tækist að endurtaka það væri hann búinn að jafna risamótamet Jack Nicklaus.

Stutt um nýja skóinn:

Nike byggir á eldra módelinu Nike TW ’13 skónum  og Nike Free conceptinu, sem notað er í hlaupaskóm Nike. Unnið er út frá frjálsum hreyfingum á fótum íþróttamannsins.
Í nýja skónum eru nokkrar nýjungar s.s. nýjungasmiður Nike, Tobie Hatfield bendir á: „Í þessum skóm unnum við samviskusamlega að því að taka hvert smáatriði upp á hærra plan.“

Markmiðið var að bæta stöðugleikann og viðnámið. Til að bæta stöðugleikan notuðu hönnuðir Nike kunnuglegu Nike FlyWire tæknina, sem notuð er í nýlegum Lunar Control   skó Nike.
FlyWire er búið til úr ultra-sterkum, en á sama tíma ultra-léttri samsetningu teygjanlegra trefja sem sjá miðju fótarins fyrir hreyfanleika og stuðningi. Þyngdin er minkuð en stöðugleikinn aukinn þessi hönnun hefir það í för með sér að skórinn teygist minna eftir því sem tíminn líður.
„Stöðug einbeiting Tiger að því að verða betri gerir okkur betri,“ bætti Hatfield við. „Innsæi hans gerir það að verkum að við hættum aldrei að leita nýjunga og koma fram með tækni sem bætir frammistöðu kylfingsins. Í TW´14 vildi hann fá meiri stöðugleika með hreyfanleika og við náðum því með því að nota Nike Dynamic Flywire tæknina sem hreyfist með kylfingnum en eykur stöðugleika fótarins þegar hann sveiflar. Öndun skónna hefir og verið aukin með því að tungan er einvörðungu úr möskva.

Hér má sjá tunguna á Nike TW14 skónum í gráu og ljósbláu en tungan er einvörungu úr möskvaefni til þess að auka öndun skónna.

Hér má sjá tunguna á Nike TW14 skónum í gráu og ljósbláu en tungan er einvörungu úr möskvaefni til þess að auka öndun skónna.

Tiger var í svörtum Nike TW14 skóm á sunnudaginn þegar hann sigraði á TPC Sawgrass, en TW 14 skórnir fást líka í gráu/bláum lit og í hvítu.

Í sérstökum NikeID golfbúðum erlendis geta kylfingar valið úr fjölbreyttari litum á skónum og gert þá persónulegri þannig og valið um þætti eins og hvort þeir vilji hafa þá vatnsvarða eða með aukinni öndun og eins um tvennskonar ytri sóla: með broddum (ens. spikes) eða án.

En eins og segir í upphafi skórinn er ekki væntanlegur fyrr en 7. júní n.k.