Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2013 | 11:00

Hver er kylfingurinn: David Lingmerth?

Eftir frábæra frammistöðu á The Players mótinu ætti nafn sænska kylfingsins David Lingmerth a.m.k. að vera orðið þekktara en það var fyrir mótið.

En hver er kylfingurinn?

David Lingmerth fæddist 22. júlí 1987 og er því 25 ára.  Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010

Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið sitt þ.e. 2011.  Hann náði góðum árangri varð m.a. tvisvar í 3. sæti og var 5 sinnum meðal 10 efstu en missti af því að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour (munaði aðeins 2 sætum skv. peningalistanum þ.e. David Lingmerth varð í 27. sæti en efstu 25 fengu PGA Tour kortin sín).  Hann spilaði því í Q-school PGA Tour, en náði ekki einu sinni að verða meðal efstu 100.

Lingmerth hélt því áfram að spila á Web.com Tour árið 2012 og eftir að tapa í bráðabana fyrr á árinu vann hann fyrsta mót sitt sem atvinnumaður þ.e. the Neediest Kids Championship í október. Hann átti 1 högg á núverandi PGA Tour nýliðanum Casey Wittenberg, sem var einmitt spilafélagi Tiger á The Players.  Í þetta sinn varð Lingmerth í 10. sæti á peningalistanum og hlaut kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2013.

Í aðeins 2. móti sínu á PGA Tour varð Lingmerth í T-2 á Humana Challenge eftir að tapa í þriggja manna bráðabana. Hann átti m.a. hring upp á 10 undir pari, 62 högg þ.e. á lokahringnum og fór því í bráðabanann ásamt þeim Brian Gay og Charles Howell III.  Lingmerth datt út á 1. holu bráðabanans eftir að 2. högg hans á par-5 18. holunni lenti í vatni.

Frændi David, Göran Lingmerth, spilaði í bandaríska fótboltanum með liði  Cleveland Browns í NFL (skammstöfun á: National Football League).

Haldi David Lingmerth áfram að spila sæmilegt golf það sem eftir er af keppnistímabilinu heldur hann sér á PGA Tour m.t.t. verðlaunafés, en hann hlaut $ 706.000 fyrir 2. sætið á The Players (líkt og Kevin Streelman og Jeff Maggert, sem hann deildi 2. sætinu með).

Heimild: Wikipedia