Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 10:45

Íslandsbankamótaröðin (1): Leik frestað í dag

Mótstjórn hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem fram kemur að leik á Íslandsbankamótaröðinni í Þorlákshöfn hefur verið frestað til morguns. Tilkynning frá mótstjórn Mótstjórn hefur ákveðið að ekki verði leikið frekar í dag á Þorlákshafnarvelli vegna aðstæðna  og mun skor dagsins ekki telja. Önnur umferð verður leikin á morgun, mánudag, rástímar í 2.umferð gilda á morgun.  Mótstjórn Nánari upplýsingar gefur Stefán í síma 663-4656 Heimild: golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 10:05

Íslandsbankamótaröðin (1): Leik frestað um 1 klukkustund

Mótstjórn tók rétt í þessu ákvörðun um að fresta leik á Íslandsbankamótaröðinni í Þorlákshöfn um eina klukkustund. Rigning og mikill vindur herjar á keppendur sem gerir allar aðstæður mjög erfiðar. Mótstjórn gefur út næstu tilkynningu klukkan 10:30 um hvað mun gerast í framhaldinu.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 10:00

GK: Steinar Páll og Hildur Rún sigurvegarar í Icelandair Golfers mótinu – Myndasería

Í gær fór fram Opna Icelandair Golfers mótið á Hvaleyrinni í Hafnarfirði við nokkuð erfiðar aðstæður kulda og hvassviðri. Það voru 65 kylfingar sem luku keppni, þar af 7 kvenkylfingar. Af konunum var Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK á besta skorinu 83 höggum! …. Auk þess varð Hildur Rún í 2. sæti í punktakeppninni og vann nándarverðlaun á hinni erfiðu par-3 16. holu á Hvaleyrinni!!! Glæsilegur árangur hjá Hildi Rún!!! Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR:  Veitt voru verðlaun fyrir besta skor (gjafabréf frá Icelandair upp á kr. 50.000) og 5 efstu sætin í punktakeppninni (1. sæti kr. 35.000 úttekt í Golfversluninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 09:55

Opna Icelandair Golfers hjá GK – 18. maí 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 08:25

LPGA: Chella Choi leiðir fyrir lokahringinn í Mobile

Það er Chella Choi frá Suður-Kóreu sem leiðir á Mobile Bay LPGA Classic. Hún er búin að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 66 66). Sjálfstraust Chellu hefir sjaldnar verið betra og hún sagðist m.a í fyrsta skipti á ferlinum hafa getað horft á skortöfluna til að sjá hvað keppinautarnir væru að gera. Forystan er naum því á hæla hennar eru Jessica Korda og Anna Nordqvist, báðar á samtals 16 undir pari; Korda (66 65 69) og Nordqvist (73 66 61). Anna Nordqvist átti þriðja frábæran hring upp á 61 högg högg, sem kom henni upp í 2. sætið. Hún var á besta skorinu, þetta er besti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 08:05

Volvo World Match play í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er  Volvo World Match Play Championship, sem er fyrsta mótið á mótaröðinni sem fram fer á þeim sögufræga stað, Þrakíu í Búlgaríu. Leikir 4. dags (þ.e. í dag) í 4 manna úrslitum eru eftirfarandi: Graeme McDowell gegn Branden Grace Thongchai Jaidee gegn Thomas Aiken Nokkuð athyglisvert að það eru 2 kylfingar frá Suður-Afríku í 4 manna úrslitum, en að þeim leikjum loknum er það aðeins sjálfur úrslitaleikurinn, sem er eftir. Sjá má helstu niðurstöður eftir 3. dag mótsins með því að SMELLA HÉR:  Sjá má heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá  Volvo World Match Play Championship í beinni  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 08:00

PGA: Bradley heldur forystunni

Keegan Bradley er búinn að vera í forystu alla 3 mótsdaga HP Byron Nelson. Spurning hvort hann heldur út alla leið?… og standi uppi sem sigurvegari í kvöld, þegar lokahringurnn verður leikinn? Bradley er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 197 höggum (60 69 68). Aðeins 1 höggi á eftir sækir Sang Moon-Bae að Bradley, en Moon-Bae er búinn að spia á samtals 12 undir pari, 198 höggum (66 66 66). Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis á samtals 11 undir pari og landi hans Scott Piercy er í 4. sæti á samtals 10 undir pari. Fimmta sætinu deila 4 kylfingar: John Huh, Charl Schwartzel, Gary Woodland Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurrós Allansdóttir – 18. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurrós Allansdóttir.  Sigurrós er fædd 18. maí 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Sigurrós Allansdóttir (50 ára stórafmæli!!! – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (62 ára); Joe Naomichi Ozaki 18. maí 1956 (57 ára); Tom Jackson 18. maí 1960 (53 ára); Jaime Gomez 18. maí 1967 (46 ára) ….. og ……. Ágústa Dúa Jónsdóttir F. 18. maí 1956 Þorkell Þór Gunnarsson (33 ára) F. 18. maí 1980 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 21:15

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) – Myndasería

Í dag hófst á Húsatóftavelli í Grindavík 1. mót Áskorendamótaraðarinnar. Golf1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:  55 keppendur mættu frískir til leiks þrátt fyrir kulda og hvassviðri og 48 luku keppni. Ýmislegt fleira var á Húsatóftavelli en þátttakendur og kylfuberar, t.a.m. þjálfarinn Davíð Gunnlaugsson, GKJ, sem var að fylgjast með skjólstæðingum sínum. Eins mátti sjá lóuunga innan um keppendur. Eitt eftirtektarverðasta á Húsatóftavelli var þó nýi golfskálinn þeirra Grindvíkinga, sem leyst hefir gamla, fallega skála GG af höndum. Innan í skálanum er nú málverkasýning, með myndum listamannsins Pálmars Arnar Guðmundssonar. M.a. má sjá myndir Pálmars með því að SMELLA HÉR:  (Hafa má samband við listamanninn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 21:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) – GG 18. maí 2013 –