GMac þ.e. Graeme McDowell segir að þeir Rory muni verða sterkir saman
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 19:15

GMac brillerar í Búlgaríu

Margir golffréttamiðlar tala um það að Graeme McDowell (líka nefndur GMac) hafi náð fram hefndum á Nicolas Colsaerts í dag í 8 manna úrslitum á Volvo World Match Play Championship.

GMac laut í lægra haldi fyrir Colsaerts í úrslitaleiknum á Volvo World Match Play Championship í fyrra og í undanúrslitum árið þar áður.

En þetta er það góða við golfið – það er alltaf nýr dagur – og nú vann GMac 2&1 en Colsaerts er dottinn úr leik.

“Hefnd er best borin fram köld,” sagði McDowell eftir sigurinn. “Hann (Nicolas Colsaerts) er mjög góður í holukeppni. Það var reglulega erfitt að vinna hann.”

Önnur úrslit í 8 manna úrslitunum voru eftirfarandi:

Thongchai Jaidee vann Scott Jamieson 4&3

Branden Grace vann Chris Woods 2&1

Thomas Aiken vann Francesco Molinari 3&2

Sjá má helstu niðurstöður eftir 3. dag mótsins með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: