Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2013 | 23:59

PGA: Bradley enn í forystu þegar HP Byron Nelson er hálfnað

Keegan Bradley, leiðir enn eftir 2. hring HP Byron Nelson mótsins sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour.  Spilað er á TPC Four Season golfstaðnum, í Irving, Texas.

Bradley er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (60 69).

Í 2. sæti eru Tom Gillis og Sang Moon-Bae, 3 höggum á eftir Bradley á samtals 8 undir pari, hvor.

Fjórða sætinu deila Charl Schwartzel, Ryan Palmer og John Huh á samtals 7 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: