Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 17:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1): Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO sigraði í flokki 15-16 ára – Melkorka Elín Sigurðardóttir, GHG varð í 2. sæti og Íris Lorange Káradóttir, GK sigraði í flokki 14 ára og yngri

Áskorendamótaröð Íslandsbanka hófst í dag á Húsatóftavelli hjá GG.

Þátttakendur voru 55 en aðeins 48 kláruðu hringinn en fremur kalt og hvasst var í Grindavík.

Í kvennaflokki voru aðeins 3 keppendur og voru þær þ.a.l. allar í verðlaunasæti.

Enginn keppandi var í flokki 17-18 ára stúlkna.

Sigurvegarar í flokki 15-16 ára stúlkna voru eftirfarandi:

1. sæti Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO, 99 högg.

2. sæti Melkorka Elín Sigurðardóttir, GHG, 103 högg

Sigurvegari í flokki 14 ára og yngri var eftirfarandi:

1. sæti Íris Lorange Káradóttir, GK, 102 högg.