Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 08:00

Ken Venturi látinn 82 ára

Jack Nicklaus leiddi minningarathöfn um fyrrum meistara Opna bandaríska, Ken Venturi, sem lést 82 ára, aðeins nokkrum dögum eftir að hann var vígður í frægðarhöll kylfinga.

Venturi hafði verið á sjúkrahúsi s.l. 2 mánuði vegna ígerð við mænu, lungnabólgu og bólgu í innri líffærum og lést síðdegis í gær, föstudaginn 17. maí 2013  í Kaliforníu.

Sjá má kynningu Golf 1 á Ken Venturi með því að SMELLA HÉR (GREIN NR. 1)  og  SMELLA HÉR (GREIN NR. 2)

Venturi sigraði á Opna bandaríska 1964 þrátt fyrir að mikla ofþornun og varð virtur golffréttamaður á CBS Sports.

„Ken var svo heppinn að golfleikurinn gaf honum svo mikið, en án nokkurrar spurningar gaf Ken miklu meira til leiksins en hann gaf honum.“ sagði Jack Nicklaus.

Venturi komst ekki á vígsluathöfnina í frægðarhöllinni (í Flórída) 6. maí sl. og tóku synir hans Matt og Tim við heiðursviðurkenningunni fyrir hans hönd.

„Ég var í miklu uppnámi og mjög sorgmæddur þegar ég heyrði fréttirnar um að Ken hefði látist,“ skrifaði 18-faldur risamótsmeistarinn Jack Nicklaus á forsíðu Facebook.

„Við vissum öll hversu dásamlegur leikmaður Ken Venturi var og hvernig hann bjó sér til annan feril sem árangursríkur golffréttaritari.“

„En það sem var miklu mikilvægari, en það hversu góður hann var í golfi eða skýra frá leiknum, var að hann var vinur minn.“

„Í gegnum árin eignaðist Ken vinahóp sem er gríðarstór og hvers hjarta er harmþrungið í dag. Allir innan og utan golfheimsins munu sakna hans, líkt og Barbara og ég.“

„Ef það er eitthvað réttlæti til, þá finnst það í því að Ken var vígður í frægðarhöllina, sem hann átti svo mjög skilið og ætti að hafa vígður í fyrir mörgum árum.“

„Þó ég viti að hann hafi ekki getað verið í eiginn persónu við vígsluna þá er ég viss um að það var mikið stolt og friður sem umvafði Ken á þeirri stundu. Þetta var draumur Ken Venturi sem rættist rétt áður en hann hvarf okkur.“

Goðsögn

Í yfirlýsingu frá Jack Peter sem er yfirmaður frægðarhallarinnar sagði: „Fyrir hönd meðlima, starfsmanna og sjálfboðaliða frægðarhallarinnar erum við mjög sorgmædd að heyra um andlát Ken Venturi. Hann var ein af goðsögnum golfsins og hugsanir okkar og bænir eru hjá fjölskyldu Ken.

„Ken skyldi eftir ógleymanlegt mark á leiknum sem við öll elskum. Hann var frábær kylfingur og náði athygli (bandarísku) þjóðarinnar með heillandi sigri sínum á Opna bandaríska 1964. Í 35 ár starfaði hann síðan sem golffréttamaður hjá CBS; það var hlý rödd hans sem milljónir heyrðu þegar hann deildi með okkur innsæji hans í leikinn.“

„Til þess að heiðra hann mun bandaríska flaggið við frægðarhöllina verið dregið í hálfa stöng og sérstök minningarsýning um hann verður um hann í safninu. Þegar Ken heyrði að hann yrði vígður í frægðarhöllina sagði hann: „Stærsta viðurkenningin í lífinu er að verða minnst.“

„Frægðarhöllin og golfáhangendur allsstaðar munu aldrei gleyma áhrifunum sem Ken hafði á golfleikinn.“