Bryndís María Ragnarsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 17:45

Bryndís María fór holu í höggi!

Bryndís María Ragnarsdóttir, GK, náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í Þorlákshöfn í dag.

Draumahögginu náði Bryndís María á 10. holu Þorláksvallar, en brautin er 108 metra af bláum kvennateigum.

Golf 1 óskar Bryndísi Maríu innilega til hamingju með ásinn!