Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 10:00

9 mót – 530 spila golf í mótum í dag 2. í Hvítasunnu

Það eru 9 mót sem fara fram í dag. Seinni hlut Íslandsbankamótaraðar unglinga fer fram í Þorlákshöfn (þar sem mótinu var frestað vegna kulda og hvassviðris í gær). 130 börn og unglingar keppa. Tvö eldri kylfinga mót fara fram í dag. Í Leirunni fer fram MP banka LEK mót og taka 68 þátt. Í GKJ er haldið 3. úrtökumót fyrir val á sveitum eldri kylfinga, en ekkert er gefið upp um þátttakandafjölda. Opnunarmót Bakkakots fer fram í Mosfellsdalnum og er það innanfélagsmót þar sem 27 taka þátt. Annað innanfélagsmót er haldið á Hellu, Hvítasunnumótið og er þátttakendur þar 19.  Og Afmælismót hefir farið fram hjá GKV og voru þátttakendur 7. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 09:45

GB: Bjarki sigraði á Vormótinu

Það var Bjarki Pétursson, GB, sem sigraði í Vormóti GB í höggleik þ.e. lék Hamarsvöll á 75 höggum. Í punktakeppninni varð Stefán Fannar Haraldsson, GOS, hlutskarpastur á 41 punkti. Þátttakendur voru 17, þar af luku 12 leik, þar af 1 kona: heimakonan Ásta Sigríður Eyjólfsdóttir í GB. Sjá má úrsltin í heild hér að neðan (í höggleikshlutanum):  1 Bjarki Pétursson GB -2 F 36 39 75 4 75 75 4 2 Haraldur Már Stefánsson GB 2 F 39 40 79 8 79 79 8 3 Pétur Sverrisson GB 10 F 43 39 82 11 82 82 11 4 Ingvi Árnason GB 8 F 41 44 85 14 85 85 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 08:00

GKV: Kjartan, Anna Huld og Brynjar sigruðu í afmælismóti GKV

Kjartan Kárason formaður GKV bar sigur úr býtum á afmælismótinu sem haldið var 18. maí í brakandi sumarblíðu á Golfvellinum í Vík. Logn og 14 gráðu hiti lék við klúbbmeðlimi sem mættu á mótið. Kjartan sigraði í höggleik á 75 höggum eða 3 yfir pari. Í punktakeppni í kvennaflokki sigraði Anna Huld Óskarsdóttir á 28 punktum og Brynjar Vigfússon vann yfirburðasigur í karlaflokki og fékk hvorki fleiri né færri en 47 punkta. Afmælismótið var haldið í tilefni af 20 ára afmæli GKV og var frestað frá því í fyrra. Nándarverðlaun voru veitt á par 3 brautum og gáfu veitingahús í Vík verðlaun. Veitingahúsin Halldórskaffi, Ströndin og Suður-Vík gáfu öll gjafabréf, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 04:00

LPGA: Jennifer Johnson sigraði í 1. sinn á LPGA á Mobile Classic

Tiltölulega óþekktur kylfingur, Jennifer Johnson frá Bandaríkjunum vann sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni þ.e. á Mobile Bay LPGA Classic mótinu sem lauk í gær. Ýmsir þekktari kylfingar s.s. Chella Choi, Jessica Korda og Lexi Thompson voru búnar að skiptast á um forystuna í lok hvers keppnisdags mótsins, dagana þar á undan. Jennifer Johnson lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (67 70 65 65).  Hún er sem stendur í 78. sæti á Rolex-heimslista kvenna og ekki ólíklegt að hún hækki á listanum eftir sigurinn.  Johnson byrjaði að spila golf 9 ára, en í dag eru hún 21 árs (fædd 8. ágúst 1991 og á þ.a.l. sama afmælisdag og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 01:30

PGA: Bae með 1.sigurinn á PGA

Það var Sang Moon Bae frá Suður-Kóreu, sem vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour þegar hann vann HP Byron Nelson mótið í Irving, Texas í kvöld. Bae var á samtals 13 undir pari, 267 höggum (66 66 66 69). Í 2. sæti varð maðurinn, sem búinn er að leiða allt mótið, Keegan Bradley, 2 höggum á eftir á samtals 11 undir pari, 269 höggum (60 69 68 72) og má segja að hann hafi gefið mótið frá sér á lokahringnum, sem var eini hringur hans yfir 70. Í 3. sæti var risamótsmeistarinn suður-afríski Charl Schwartzel á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð nýliðinn Justin Bolli aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 19:00

HP Byron Nelson beint

Mót vikunnar á PGA Tour er HP Byron Nelson mótið sem fram fer á TPC Four Season golfstaðnum í Irving, Texas. Eftir 3. dag leiðir Keegan Bradley, sem setti vallarmet á 1. mótsdegi með 60 glæsihöggum, en Sang-Moon Bae sækir á. Til þess að sjá HP Byron Nelson í beinni SMELLIÐ HÉR:    

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 16:15

GMac sigraði í Búlgaríu

Eftir spennandi viku og öllu sem gerst getur í holukeppni á frábæra, nýja Þrakíu golfvellinum í Búlgaríu stóð Norður-Írinn Graeme McDowell uppi sem sigurvegari í 48. Volvo World Match Play Championship. McDowell er 33 ára og nr. 8 á heimslistanum. Í spennandi úrslitaleik hafði McDowell betur gegn Thongchai Jaidee frá Thaílandi 2&1. Hann fær því þátttökurétt í Volvu Golf Champions 2014. Sjá má allar niðurstöður mótsins með því að  SMELLA HÉR:  Sjá má heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 52 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (52 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Dean Standly 19. maí 1964 (49 ára);  KJ Choi 19. maí 1970 (43 ára);  Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (43 ára) ….. og …….. Vilborg Ingvaldsdottir (62 ára) Áslaug Birna Bergsveinsdóttir (18 ára) Fatasíða Á Akureyri Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum (19 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 11:45

GR: Arnar Freyr, Kristján M Hjaltested og Anton Kristinn sigruðu á Opnunarmóti Grafarholts

Annað innanfélagsmót GR á þessu sumri var haldið á Grafarholtsvelli  í gær og opnaði völlurinn með formlegum hætti með Opnunarmóti Grafarholts í samvinnu við DIDRIKSONS. Völlurinn kemur vel undan vetri og því spennandi tímar framundan.  Góð þátttaka var í mótinu þrátt fyrir vindasamt veður í Grafarholtinu. Alls tóku 148 manns þátt. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, flokki 0-8,4 og flokki 8,5 og hærra. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Í dag opnaði einnig Grafarkotsvöllurinn við Bása og æfingasvæðið á Grafarkoti. Grafarkotsvöllur var vígður 8. Júní 2006. Sala á sumarkortum er hafin og fer hún fram í Básum. Úrslitin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 11:00

NK: Helga Kristín og Steinn Baugur sigruðu í Ecco forkeppninni

ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í gær þar sem vindurinn úr suðaustan var í aðalhlutverki.  Vindhraðinn fór upp í tæplega 11 m/s þegar mest var og var vindkælingin rúmar 4 gráður sem gerði kylfingum frekar erfitt fyrir á köflum.  Engu að síður voru nokkur ágætis skor og nokkrir kylfingar lækkuðu í forgjöf.  ECCO forkeppnin er höggleikur með og án forgjafar og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum.  Í framhaldinu fara svo 32 efstu með forgjöf í úrslit fyrir Bikarmeistara Nesklúbbsins og 16 efstu án forgjafar í úrslit fyrir Klúbbmeistara Nesklúbbsins í holukeppni. Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi: Án forgjafar: 1. sæti Lesa meira