Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2013 | 21:15

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) – Myndasería

Í dag hófst á Húsatóftavelli í Grindavík 1. mót Áskorendamótaraðarinnar.

Golf1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: 

55 keppendur mættu frískir til leiks þrátt fyrir kulda og hvassviðri og 48 luku keppni.

Ýmislegt fleira var á Húsatóftavelli en þátttakendur og kylfuberar, t.a.m. þjálfarinn Davíð Gunnlaugsson, GKJ, sem var að fylgjast með skjólstæðingum sínum.

Eins mátti sjá lóuunga innan um keppendur.

Eitt eftirtektarverðasta á Húsatóftavelli var þó nýi golfskálinn þeirra Grindvíkinga, sem leyst hefir gamla, fallega skála GG af höndum. Innan í skálanum er nú málverkasýning, með myndum listamannsins Pálmars Arnar Guðmundssonar. M.a. má sjá myndir Pálmars með því að SMELLA HÉR: 

(Hafa má samband við listamanninn gegnum síma: 863-5272 eða gegnum tölvupóst palmar@grindavik.is).