Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 08:25

LPGA: Chella Choi leiðir fyrir lokahringinn í Mobile

Það er Chella Choi frá Suður-Kóreu sem leiðir á Mobile Bay LPGA Classic.

Hún er búin að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 66 66). Sjálfstraust Chellu hefir sjaldnar verið betra og hún sagðist m.a í fyrsta skipti á ferlinum hafa getað horft á skortöfluna til að sjá hvað keppinautarnir væru að gera.

Forystan er naum því á hæla hennar eru Jessica Korda og Anna Nordqvist, báðar á samtals 16 undir pari; Korda (66 65 69) og Nordqvist (73 66 61).

Anna Nordqvist átti þriðja frábæran hring upp á 61 högg högg, sem kom henni upp í 2. sætið. Hún var á besta skorinu, þetta er besti hringur ferils hennar og mótsmet.  Á hringnum góða fékk Anna 1 örn, 10 fugla 6 pör og 1 skolla.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Mobile Bay LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: