Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 08:00

PGA: Bradley heldur forystunni

Keegan Bradley er búinn að vera í forystu alla 3 mótsdaga HP Byron Nelson. Spurning hvort hann heldur út alla leið?… og standi uppi sem sigurvegari í kvöld, þegar lokahringurnn verður leikinn?

Bradley er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 197 höggum (60 69 68).

Aðeins 1 höggi á eftir sækir Sang Moon-Bae að Bradley, en Moon-Bae er búinn að spia á samtals 12 undir pari, 198 höggum (66 66 66).

Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis á samtals 11 undir pari og landi hans Scott Piercy er í 4. sæti á samtals 10 undir pari.

Fimmta sætinu deila 4 kylfingar: John Huh, Charl Schwartzel, Gary Woodland og Harris English, allir á samtals 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á HP Byron Nelson (glæsiörn Huh) SMELLIÐ HÉR: