Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 10:45

Íslandsbankamótaröðin (1): Leik frestað í dag

Mótstjórn hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem fram kemur að leik á Íslandsbankamótaröðinni í Þorlákshöfn hefur verið frestað til morguns.

Tilkynning frá mótstjórn

Mótstjórn hefur ákveðið að ekki verði leikið frekar í dag á Þorlákshafnarvelli vegna aðstæðna  og mun skor dagsins ekki telja.

Önnur umferð verður leikin á morgun, mánudag, rástímar í 2.umferð gilda á morgun.

 Mótstjórn

Nánari upplýsingar gefur Stefán í síma 663-4656

Heimild: golf.is