Uihlein vann fyrsta atvinnumannstitilinn
Sunnudaginn s.l., 19. maí 2013, vann Peter Uihlein fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður í golfi, á Evrópumótaröðinni. Peter sem er sonur Walter Uihlein, forstjóra Acushnet, sem á m.a. Titleist og Footjoy vörumerkin tryggði sér sigurinn á Madeira Island Open með glæsilokahring upp á 68 högg. Samtals var Uihlein á 15 undir pari, 273 höggum. Mótið fór fram á Golf do Santo de Serra. „Ég er einfaldlega yfir mig ánægður,“ sagði hinn 23 ára Uihlein, þegar hann tók við sigurtékkanum upp á € 100.000,- Daninn Morten Örum Madsen varð í 2. sæti 2 höggum á eftir Uihlein (lmeð lokahring upp á 5 undir pari, 67 höggum) og sömuleiðis Mark Tullo frá Chile Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 22. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías Björgvin er fæddur 22. maí 1997 og því 16 ára í dag. Hann er í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Elías Björgvin varð m.a. í 1. sæti fyrir 2 árum í Golfmóti UMFÍ í flokki 11-13 ára stráka. Áhugamál Elísasar Björgvins auk golfsins eru handbolti og körfubolti. Foreldrar Elíasar Björgvins eru Ragnheiður Elíasdóttir og Sigurður Egill Þorvaldsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963) ; Gwladys Nocera, 22. maí 1975 (38 ára) Lesa meira
Eimskipsmótaröðin hefst næstu helgi
Loksins er farið að glita í sumarið hjá okkur kylfingum eftir frekar napurt vor. Hér á sunnanverðu landinu koma golfvellirnir nokkuð vel undan vetri, þó svo nokkuð sé í land að þeir séu fullgrónir. Á Norðurlandi er staðan verri og ennþá eru nokkrir golfvellir undir snjó og því miður líkur á að eitthvað verði um kalskemmdir á því landsvæði. En kylfingar eru óþreyjufullir eftir að hefja keppnistímabilið og um síðustu helgi hófst Íslandsbankamótaröð unglinga og fjölmörg opin mót hafa nú farið fram. En nú er komið að mótum þeirra bestu. EIMSKIPSMÓTARÖÐIN Mótaröð bestu kylfinga á Íslandi, Eimskipsmótaröðin hefst n.k. föstudag 24. maí á Garðavelli á Akranesi.Öll mótin á Eimskipsmótaröðinni eru Lesa meira
Sergio biðst afsökunar á kjúklinga kommenti um Tiger
Sergio Garcia var ásamt öðrum úr Ryder Cup liði Evrópu á blaðamannafundi í gær. Þar var hann spurður að því hvort hann myndi bjóða Tiger í mat fyrir Opna bandaríska risamótið sem hefst í næsta mánuði og hvað hann myndi bjóða Tiger í mat. Sergio svaraðI. „Við munum vera innan um hann á hverju kvöldi og við myndum reiða fram steiktan kjúkling“ Kommentið þykir svipa til svipaðrar athugasemdar Fuzzy Zoeller fyrir margt löngu, sem þótti fela í sér kynþáttaníð í garð Tiger. Sergio hefir beðist afsökunar á kommentinu og sagt að hann hefði ekki haft neitt kynþáttaníð í huga þegar orðin voru látin falla.
LET: Deloitte Ladies Open hefst á morgun
Á morgun hefst á The International golfvellinum í Amsterdam, Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið hófst óformlega í gærkvöldi á keppni um hvort keppendur næðu að fara holu í höggi (ens. hole in one challenge). Mótsstaðurinn var heldur óvenjulegur eða torgið í miðborg Amsterdam. Um 20 keppendur mættu í mótið við Stedelijk Museum café í miðborginni og tóku þátt í keppninni. Sigurvegarinn var fyrsti keppandi á LET frá Perú, María Salinas, sem hlaut í verðlaun opinn farmiða með KLM, sem kemur sér eflaust vel fyrir hana!
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 79 höggum í Athens eftir 1. dag
Ólafía Þórunn hóf í gær leik á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fer í Athens Georgíu. Hún lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er í 108. sæti eftir 1. dag. Ólafía Þórunn fékk 7 skolla á hringnum og 11 pör. Ólafía Þórunn spilar sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram í svæðisúrslitunum. Sú sem er í efsta sæti er Regan de Guzman úr San Jose State háskólanum, en hún spilaði 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum og á 2 högg á næsta keppanda. Það er vonandi að betur gangi hjá Ólafíu Þórunni í dag! Til þess að sjá úrslitin eftir Lesa meira
Lee Westwood tjáir sig um Tiger og Sergio – Myndskeið
Sagan endalausa um óvildina milli Tiger og Sergio heldur áfram. Í stuttu viðtali við Lee Westwood sem taka mun þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth vellinum í Englandi nú í vikunni sagði hann m.a. að á sérhverjum vinnustað væri fólk sem ekki kæmi vel saman. Það væri því ekkert að því að Tiger og Garcia væru ekki bestu vinir. Lee sagði að sér líkaði við báða og vildi ekki blandast í þessar deilur. Varðandi löngu pútterana sagði Lee að hann notaði ekki slíkan og því snerti bannið sig ekki. Hann gladdist yfir að allir 12 í Ryder Cup liði Evrópu myndu spila á mótinu. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2013
Það er Sveinn Snorrason, sem er afmæliskylfingur dagins. Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og því 88 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Árið 2011 var Sveinn m.a. elsti þátttakandi í Íslandsmóti eldri kylfinga í Kiðjaberginu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Manuel Lara, 21. maí 1977 (36 ára); Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (30 ára stórafmæli); Gary Woodland, 21. maí 1984 (29 ára); John Huh, 21. maí 1990 (23 ára) ……… og ………… Eyþór Eiríksson (18 ára) Fríða Bonnie Andersen (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Myndskeið þar sem Tiger tjáir sig um hvort hann muni sættast við Sergio og bannið á löngu pútterunum
Á blaðamannafundi sem haldinn var, var Tiger spurður um hvort hann myndi hringja í Sergio Garcia til þess sættast við hann. Svarið var stutt og laggott: „Nei“, sem vakti mikla kátínu meðal blaðamanna. Í annan stað var Tiger spurður um afstöðu sína á banni gegn löngum pútterum (svokölluðum „belly-um“ og kússköftum). Tiger er ánægður með nýlegt bann R&A og USGA gegn löngum pútterum, því honum hefir löngum fundist að það ætti að vera skylda að sveifla öllum 14 kylfum, en ekki skorða pútterinn við maga eða bringu. Best er að skoða myndskeiðið með Tiger með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (1): Af 18 verðlaunasætum fóru 6 til GKG, 6 til GK, 4 til GHD og 4 til GR – Myndasería
Í gær lauk keppni á 1. móti sumarsins á Unglingamótaröð Íslandsbanka, móti þar sem veður setti svip sinn á keppnishald, en mótinu var frestað sunnudaginn 19. maí og framhaldið og lokið í gær, mánudaginn 20. maí 2013. Fyrsta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram hjá GÞ í Þorlákshöfn. Þátttakendur voru alls 130, þar af luku 120 keppni (29 konur og 101 karl). Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Þrátt fyrir frekar erfiðar aðstæður til keppnishalds, vegna veðurs, voru nokkur góð skor. T.a.m. tókst Óðni Þór Ríkharðssyni, GKG, einum keppenda að spila Þorláksvöll undir pari, þ.e. á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum Lesa meira









