Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 79 höggum í Athens eftir 1. dag

Ólafía Þórunn hóf í gær leik á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fer í Athens Georgíu.

Hún lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er í 108. sæti eftir 1. dag.  Ólafía Þórunn fékk 7 skolla á hringnum og 11 pör.

Ólafía Þórunn spilar sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram í svæðisúrslitunum.

Sú sem er í efsta sæti er Regan de Guzman úr San Jose State háskólanum, en hún spilaði 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum og á 2 högg á næsta keppanda.

Það er vonandi að betur gangi hjá Ólafíu Þórunni  í dag!

Til þess að sjá úrslitin eftir 1. dag landsmótsins í Athens, Georgíu í bandaríska háskólagolfinu SMELLIÐ HÉR: