Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2013 | 21:00

Lee Westwood tjáir sig um Tiger og Sergio – Myndskeið

Sagan endalausa um óvildina milli Tiger og Sergio heldur áfram.

Í stuttu viðtali við Lee Westwood sem taka mun þátt á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, sem fram fer á Wentworth vellinum í Englandi nú í vikunni sagði hann m.a. að á sérhverjum vinnustað væri fólk sem ekki kæmi vel saman.  Það væri því ekkert að því að Tiger og Garcia væru ekki bestu vinir.

Lee sagði að sér líkaði við báða og vildi ekki blandast í þessar deilur.

Varðandi löngu pútterana sagði Lee að hann notaði ekki slíkan og því snerti bannið sig ekki.

Hann gladdist yfir að allir 12 í Ryder Cup liði Evrópu myndu spila á mótinu.

Hér má sjá myndskeið með viðtalinu stutta við Lee Westwood SMELLIÐ HÉR: