
Uihlein vann fyrsta atvinnumannstitilinn
Sunnudaginn s.l., 19. maí 2013, vann Peter Uihlein fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður í golfi, á Evrópumótaröðinni.
Peter sem er sonur Walter Uihlein, forstjóra Acushnet, sem á m.a. Titleist og Footjoy vörumerkin tryggði sér sigurinn á Madeira Island Open með glæsilokahring upp á 68 högg. Samtals var Uihlein á 15 undir pari, 273 höggum. Mótið fór fram á Golf do Santo de Serra.
„Ég er einfaldlega yfir mig ánægður,“ sagði hinn 23 ára Uihlein, þegar hann tók við sigurtékkanum upp á € 100.000,-
Daninn Morten Örum Madsen varð í 2. sæti 2 höggum á eftir Uihlein (lmeð lokahring upp á 5 undir pari, 67 höggum) og sömuleiðis Mark Tullo frá Chile (með lokahring upp á 1 undir pari, 71 högg).
Í 4. sæti varð Skotinn Craig Lee (einnig með lokahring upp á 1 undir pari, 71 högg).
Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021