Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 17:30

Uihlein vann fyrsta atvinnumannstitilinn

Sunnudaginn s.l., 19. maí 2013,  vann Peter Uihlein fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður í golfi, á Evrópumótaröðinni.

Peter sem er sonur Walter Uihlein, forstjóra Acushnet, sem á m.a. Titleist og Footjoy vörumerkin tryggði sér sigurinn á Madeira Island Open með glæsilokahring upp á 68 högg.  Samtals var Uihlein á 15 undir pari, 273 höggum. Mótið fór fram á Golf do Santo de Serra.

„Ég er einfaldlega yfir mig ánægður,“ sagði hinn 23 ára Uihlein, þegar hann tók við sigurtékkanum upp á € 100.000,-

Daninn Morten Örum Madsen varð í 2. sæti 2 höggum á eftir Uihlein (lmeð lokahring upp á 5 undir pari, 67 höggum) og sömuleiðis Mark Tullo frá Chile (með lokahring upp á 1 undir pari, 71 högg).

Í 4. sæti varð Skotinn Craig Lee (einnig með lokahring upp á 1 undir pari, 71 högg).

Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR: