Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2013 | 14:45

Myndskeið þar sem Tiger tjáir sig um hvort hann muni sættast við Sergio og bannið á löngu pútterunum

Á blaðamannafundi sem haldinn var, var Tiger spurður um hvort hann myndi hringja í Sergio Garcia til þess sættast við hann.  Svarið var stutt og laggott: „Nei“, sem vakti mikla kátínu meðal blaðamanna.

Í annan stað var Tiger spurður um afstöðu sína á banni gegn löngum pútterum (svokölluðum „belly-um“ og kússköftum).

Tiger er ánægður með nýlegt bann R&A og USGA gegn löngum pútterum, því honum hefir löngum fundist að það ætti að vera skylda að sveifla öllum 14 kylfum, en ekki skorða pútterinn við maga eða bringu.

Best er að skoða myndskeiðið með Tiger með því að SMELLA HÉR: