Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 09:30

Sergio biðst afsökunar á kjúklinga kommenti um Tiger

Sergio Garcia var ásamt öðrum úr Ryder Cup liði Evrópu á blaðamannafundi í gær.

Þar var hann spurður að því hvort hann myndi bjóða Tiger í mat fyrir Opna bandaríska risamótið sem hefst í næsta mánuði og hvað hann myndi bjóða Tiger í mat.

Sergio svaraðI. „Við munum vera innan um hann á hverju kvöldi og við myndum reiða fram steiktan kjúkling“

Kommentið þykir svipa til svipaðrar athugasemdar Fuzzy Zoeller fyrir margt löngu, sem þótti fela í sér kynþáttaníð í garð Tiger.

Sergio hefir beðist afsökunar á kommentinu og sagt að hann hefði ekki haft neitt kynþáttaníð í huga þegar orðin voru látin falla.