Íslandsbankamótaröðin (1) hjá GÞ – 20. maí 2013
Birgir Leifur náði ekki einu af 3 lausum sætum á Nordea Masters
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tók í gær þátt í úrtökumóti fyrir Nordea Masters. Það voru 100 sem kepptu um eitt af 3 lausum sætum á Nordea Masters og fór úrtökumótið fram á Sturup Park golfvelllinum í Malmö, Svíþjóð. Birgir Leifur lék á 4 undir pari, 68 höggum og deildi 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Tveimur kylfingum, Daníel Bredberg og Robin Wingårdh hafði áður tekist að vinna sér sæti á Nordea Masters með hringjum upp á 67. Sex kylfingar þurftu því að berjast um síðasta lausa sætið í bráðabana og þar sigraði Svíinn Niklas Lemke og því hlaut Birgir Leifur ekki keppnsrétt á Nordea Masters. Í dag mun Birgir Leifur Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Gunnhildur sigraði í stúlknaflokki eftir bráðabana
Í stúlknaflokki Íslandabankamótaraðarinnar voru 8 stúlkur skráðar til leiks og 7 luku keppni. Sigurvegari í stúlknaflokki varð Gunnhildur Kristjánsdóttir eftir æsispennandi bráðabana við klúbbfélaga sinn í GKG Særósu Evu Óskarsdóttur, sem varð í 2. sæti. Gunnhildur tryggði sér sigurinn á annari holu bráðabanans eftir að fyrsta holan hafði fallið á jöfnu. Samtals spiluðu Gunnhildur og Særós Eva báðar á 16 yfir pari, 158 höggum; Særós Eva (76 82) og Gunnhildur (81 77). Í 3. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir, GK á samtals 19 yfir pari, 161 höggi (82 79). Sjá má úrslitin í heild hér að neðan: 1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 7 F 43 34 77 6 81 77 158 16 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Aron Snær sigraði í piltaflokki!
Það var 28 þátttakandi í piltaflokki, flokki 17-18 ára á Unglingamótaröð Íslandsbanka, en 26 luku leik. Í piltaflokki sigruðu GKG-menn – röðuðu sér í efstu 3 sætin Í 1. sæti varð Aron Snær Júlíusson, GKG, á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (74 71). Í 2. sæti varð Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, á samtals 12 yfir pari, 154 höggum (73 81). Loks varð Ragnar Már Garðarsson, GKG, í 3. sæti á samtals 14 yfir pari, 156 höggum (75 81). Sjá má úrsltin í heild í piltaflokki hér að neðan: 1 Aron Snær Júlíusson GKG 3 F 34 37 71 0 74 71 145 3 2 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 6 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Ólöf María, GHD, vann stelpuflokk!
Ólöf María Einarsdóttir GHD sigraði í flokki stelpna 14 ára og yngri, hún spilaði hringina tvo á 28 yfir pari, 170 höggum (83 87). Í öðru sæti varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, á samtals 38 höggum yfir pari, 180 höggum (89 91) og í þriðja sæti var svo klúbbfélagi hennar Sóley Edda Karlsdóttir, GR, á samtals 47 yfir pari, 189 (92 97). Sjá má heildarúrslit í stelpuflokki hér að neðan: 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 13 F 43 44 87 16 83 87 170 28 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 14 F 47 44 91 20 89 91 180 38 3 Sóley Edda Karlsdóttir GR 21 F 50 47 97 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Kristján Benedikt, GHD, vann strákaflokk!
Strákaflokkur var að þessu sinni næstfjölmennasti keppendahópurinn, en þar voru þátttakendur 31 – sjá fjölmennasti var drengjaflokkur með 39 keppendur. Dalvíkingar voru sigursælir í strákaflokki. Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, sigraði var á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (71 79). Nú furða margir sig á þessari glæsiframmistöðu, þar sem enn er mikið af snjó fyrir Norðan og eflaust ekki hægt að æfa nema innandyra. Árangur Kristjáns Benedikts skýrist að hluta til af því að hann hefir dvalið á Spáni við æfingar. Í 2. sæti í strákaflokki varð Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 2 höggum á eftir sigurvegaranum. Arnór Snær lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (74 78). Í þriðja sæti Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára telpna
Í telpnaflokki á Íslandsbankamótinu voru 18 þátttakendur, þar af luku 16 keppni. Sigurvegari með miklum yfirburðum varð Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, en hún spilaði hringina tvo á samtals 7 yfir pari, 149 höggum (74 75) og vann flokkinn með 19 högga mun, sem var einstaklega glæsilegt hjá henni!!! Í öðru sæti varð Birta Dís Jónsdóttir, GHD, á 26 yfir pari, 168 höggum (88 80) og jafnar í þriðja til fjórða sæti á 33 yfir pari, 175 höggum urðu Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (89 86) og Saga Traustadóttir, GR (82 93). Sjá má úrslitin í heild í telpnaflokki 15-16 ára hér að neðan: 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 5 F 39 36 75 4 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (1): Óðinn Þór Ríkharðsson sigraði í flokki 15-16 ára drengja
Í dag fór fram 2. hringur í 1. móti ársins á Unglingamótaröð Íslandsbanka, eftir að hann frestaðist í gær vegna mikilla rigninga og hvassviðris í Þorlákshöfn. Þátttakendur í flokki 15-16 ára drengja voru 39 og luku 37 leik. Í 1. sæti varð Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG á samtals sléttu pari, 142 höggum (74 68). Seinni hringurinn hjá Óðinn Þór var sérlega glæsilegur, en hann spilaði á 3 undir pari, fékk 8 fugla, 7 pör 2 skolla og 1 skramba þar af komu 3 fuglar í röð á 15.-17. braut. Í 2.-4.sæti í drengjaflokki varð Henning Darri Þórðarson, GK á samtals 3 yfir pari (73 72). Í 2.-4. sæti voru síðan Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2013
Það er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og því 18 ára í dag. Hún byrjaði að æfa golf 9 ára, en prufaði fyrst þegar hún var 8 ára. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Hún tók þátt í Opna írska U-18 ára mótinu í apríl 2012 og stóð sig mjög vel, náði 2. besta árangri íslensku þátttakendanna. Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Dalli Í fyrra spilaði Anna Sólveig bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni. Þar er eftirminnilegt þegar Anna Sólveig landaði 2. sætinu á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu á Eimskipsmótaröðinni og eins var hún í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Lesa meira
GKG: Frændurnir Alfreð Brynjar og Jón Sveinbjörn Jónsson sigruðu í Atlantsolíumótinu
Síðastliðinn laugardag, 18. maí 2013 fór hið árlega Opna Atlantsolíumótið fram. Mikill vindur setti mark sitt á Opna Atlantsolíumótið í ár. Mætingin var engu að síður góð en 70 kylfingar tóku þátt í mótin. Jón Sveinbjörn Jónsson, GKJ sigraði mótið á 36 punktum. Hann er frændi Alfreðs Brynjars Kristinssonar, GKG sem kom inn á besta skori og sigraði höggleikinn með 75 höggum. Alfreð var jafn Kjartani Dór Kjartanssyni, GKG, en var betri á síðustu 6 holunum en Alfreð fékk örn á fjórtándu, sem tryggði honum sigurinn. Úrslitin eru annars sem hér segir: Punktakeppni: 1. sæti – Jón Sveinbjörn Jónsson , GKJ – 36 punktar 2. sæti – Björn Þór Heiðdal, GKG – 34 Lesa meira








