Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 09:15

LET: Deloitte Ladies Open hefst á morgun

Á morgun hefst á The International golfvellinum í Amsterdam, Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Mótið hófst óformlega í gærkvöldi  á keppni um hvort keppendur næðu að fara holu í höggi (ens. hole in one challenge). Mótsstaðurinn var heldur óvenjulegur eða torgið í miðborg Amsterdam.

Um 20 keppendur mættu í mótið  við Stedelijk Museum café í miðborginni og tóku þátt í keppninni.

Sigurvegarinn var fyrsti keppandi á LET frá Perú, María Salinas, sem hlaut í verðlaun opinn farmiða með KLM, sem kemur sér eflaust vel fyrir hana!