Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 07:00

LET: Lennarth leiðir í Hollandi

Það er sænski kylfingurinn Camilla Lennarth sem leiðir í Hollandi, á Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti Evrópumótaraðar kvenna.

Lennarth er búin að spila á samtals 7 undir pari, 139 höggum (66 73).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lennarth er enski kylfingurinn Holly Clyburn á 6 undir pari, 140 höggum (71 69).

Þriðja sætinu deila síðan Melissa Reid, Carlota Ciganda og Christel Boeljon á samtals 4 undir pari, 142 höggum; Reid (70 72); Ciganda (71 71) og heimakonan Boeljon (70 72).

Ítalski kylfingurinn Sophie Sandolo, sem leiddi snemma 1. dags er dottin niður í 24. sætið á samtals 1 yfir pari (73 74).

Niðurskurður var miðaður við samtals 6 yfir par og komust eftirfarandi þekktir kylfingar ekki í gegnum niðurskurð: hin skoska Carly Booth, indverski kylfingurinn Sharmila Nicollet, Jacqueline Hedwall (tvíburasystir Caroline Hedwall), Minea Blomqvist (finnska fyrrverandi W-7 módelið) og Danielle Montgomery (sú sem lét taka myndina af sér í baðkeri fullu af golfboltum).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: