Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 19:30

Evrópumótaröðin: Manassero sigraði!

Það voru hvorki Lee Westwood né forystumaður gærdagsins Alejandro Cañazarez, sem sigruðu á BMW PGA Championship í dag á Wentworth vellinum….

heldur ítalski kylfingurinn Matteo Manassero.

Manassero lék á samtals 10 undir pari, líkt og Marc Warren frá Skotlandi og Simon Khan frá Englandi og vann síðan báða í bráðabana.

Hann skrifaði sig jafnframt í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari mótsins frá upphafi en Matteo er 20 ára og 37 daga.

Til þess að sjá úrslit BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: