Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 15:30

Sunna: „Viðbrigði að koma úr 25°“

Sunna Víðisdóttir, GR, varð í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins uppi á Skaga nú s.l. helgi. Hún lék hringina 3 á 18 yfir pari 234 höggum (78 75 81). Golf 1 tók stutt viðtal við Sunnu: Golf 1: Til hamingju með árangurinn upp á Skaga – Eru mikil viðbrigði að vera aftur farin að spila hér á landi miðað við hitann í Norður-Karólínu? Sunna:  Þetta er auðvitað allt annað.  Ég var að koma frá Bandaríkjunum úr 25° hita þarna á miðvikudeginum fyrir mótið, þannig að þetta var frekar erfitt. Golf 1:  Já, nú voru aðstæður til leiks erfiðar vegna veðurs. Fannst þér veðrið hafa áhrif á leik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 13:00

Axel: „Náum að klikka saman ég og Skaginn“

Nú um helgina fór fram fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull mótið uppi á Skaga. Sigurvegari í karlaflokki varð Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði. Axel lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (70 74 78) og átti 2 högg á næsta keppanda.  Golf 1 tók stutt viðtal við Axel. Golf 1: Axel, innilega til hamingju með sigurinn, þetta er frábær árangur – þú endurtekur leikinn frá því fyrir 2 árum  – Kanntu svona vel við þig uppi á Skaga? Axel:  Já, ætli það ekki, við bara náum að klikka saman ég og Skaginn. Golf 1: Eru ekki mikil viðbrigði að koma frá Mississippi og spila í roki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 11:45

Tiger spilar í Tyrklandi

Númer 1 á heimslistanum  Tiger Woods mun snúa aftur til Tyrklands síðar á þessu ári til þess að keppa á Turkish Airlines Open, sem þá mun verða hluti af Evrópumótaröðinni í fyrsta sinn.  Mótið fer fram 7.-10. nóvember á Montgomerie Maxx Royal golfvellinum í Balek. Tiger mun verða einn af 77 leikmönnum í þessu 3. móti og nýrri 4 móta „Loka Seríu“ í lok The Race to Dubai. Skipuleggjendur mótsins höfðu tilkynnt á síðasta ári þegar Tiger keppti á Turkish Airlines World Golf Challenge að Turkish Airlines Open mótið myndi verða með verðlaunafé upp á 7 milljónir bandaríkjadala. Þetta er í 2. skiptið sem Tiger tekur þátt í móti Evrópumótaraðarinnar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 11:28

Evróputúrinn: Alex hefur titilvörn

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Nordea Masters, sem fram fer á Bro Hof Slot GC og hefst n.k. fimmtudag. Sá sem á titil að „heimamaðurinn“ Alex Noren. Hann vann 7 högga sigur í fyrra, eftir að hafa hafið lokahringinn með 11 högg á næsta mann eftir frábært vallarmet upp á 63 högg. Eftir að hafa náð 3 topp-10 áröngrum á þessu tímabili, þá vonast Noren til þess að snúa aftur á völlinn, sem hann þekkir eins og handarbakið á sér í von um að ná 4. titlinum. „Ég hef spilað Bro Hoff svo oft,“ sagði Alex „Áður en ég flutti til Monaco, spilaði ég á hverjum degi á sumrin þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2013 | 11:00

Olazabal, Kahn og Matsuyama meðal þeirra sem komust í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska

José Maria Olázabal, 47 ára,  fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder Cup var einn af 12 kylfingum, sem náði að komast í gegnum úrtökumót  á Walton Heath og tryggja sér sæti á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í Merion Golf Club í Pennsylvaníu, 13.-16. júní n.k., en hann lék á alls 3 undir pari, 141 höggi (68  73) og varð að fara í bráðabana við 5 aðra keppendur. „Ég er mjög ánægður með að vera að fara á Merion,“ sagði tvöfaldi risamótsmeistarinn á Masters (Olazabal) „Það er ekki oft sem maður tekur þátt í sex manna bráðabana þannig að ég er ánægður að komast í gegn.“ Spánverjinn (Olazabal) og bresku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 17:00

LPGA: Ilhee Lee sigraði á Pure Silk Bahamas mótinu

Það var Ilhee Lee, sem sigraði á Pure Silk Bahamas mótinu, sem fram fór á Ocean Club golfvellinum, á Paradise Island á Bahamas-eyjum. Ilhee Lee er frá Suður-Kóreu, fædd 13. desember 1988 og er því 25 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LPGA-mótaröðinni. Ilhee spilaði á samtals 11 undir pari, á 126 höggum (41 43 42). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð Irene Cho frá Bandaríkjunum og í þriðja sætinu varð hin sænska Anna Nordqvist á samtals 8 undir pari. Paula Creamer, Mika Miyazato, Cristie Kerr, Karine Icher og Mindy Kim deildu síðan 4. sætinu á 7 undir pari hver. Vegna veðurs féll hið hefðbundna bjórbað sigurvegarans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Snead – 27. maí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma …. Sam Snead.  Sam fæddist 27. maí 1912 og hefði því orðið 101 árs í dag. Hann dó 23. maí 2002 þ.e. fyrir rúmum 10 árum.  Sam Snead vann 82 mót á PGA Tour þ.á.m. risamót 7 sinnum.  Hins vegar tókst honum aldrei að sigra á Opna bandaríska þó hann hafi landað 2. sætinu 4 sinnum. Á sínum tíma var Snead uppnefndur „Slammin Sammy“ vegna mikillar högglengdar sinnar.  Snead er höfundar margra gullperlna í orðatiltækjum, er tengdust golfi t.a.m. „Hafðu tölu á krónum og aurum, haltu þér frá whiskey og gefðu aldrei pútt.“  Hann var vígður í frægðarhöll kylfinga 1974.  Loks hlaut Sam Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 12:00

Evróputúrinn: 7 kg þyngdartap átti þátt í sigri Manassero á Wentworth

Matteo Manassero upplýsti að dramatískt þyngdartap hafi verið lykillinn að því að hann sigraði á BMW PGA Championship mótinu á Wentworth í gær. Manassero, 20 ára, varð sá yngsti til þess að sigra flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar, þar sem hann vann m.a. fyrrum sigurvegara mótsins Englendinginn Simon Khan með pari eftir 4 holu bráðabana. Manassero missti 7 kg, þar sem hann ætlaði ekki að endurtaka það þegar hann lét sigurinn ganga sér úr greipum á Wentworth fyrir 2 árum. „Í þessari viku þegar við áttum frí þá var ég fyrir alvöru í megruninni, ég sleppti öllum kolvetnum í 5 vikur og var bara almennt að reyna að grenna mig og gera það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2013 | 06:45

Viðtalið: Matt Kuchar

Matt Kuchar var í forystu fyrir lokahringinn á Crown Plaza Invitational en tapaði mótinu á síðustu metrunum gegn landa sínum Boo Weekley. Hér fara nokkrar spurningar sem lagðar voru fyrir Kuch á blaðamannafundi eftir sigurinn,  í lauslegri þýðingu: SP: Boo varð fyrstur og vann þig, hvernig er tilfinningin nú um hvernig þú spilaðir lokahringinn? MATT KUCHAR: Þetta er hluti af golfleiknum. Maður spilar eins vel og maður getur undir kringumstæðunum. Þetta er svekkjandi fyrir mig. Þetta er mót og þetta golfvöllur sem ég elska. Þetta var mót sem ég vildi virkilega vinna. Þannig að vera þarna úti með tækifæri var spennandi. Ég vissi að það myndi þarfnast góð golfhringjar. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 23:45

PGA: Boo sigraði á Crown Plaza Inv.!

Það var Boo Weekley, sem bar sigur úr býtum á Crown Plaza Invitational á Colonial golfvellinum í Irving, Texas nú rétt í þessu.  Weekley verður fertugur í júlí n.k..  Þetta er 3. sigurinn á PGA Tour. Boo lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (67 67 66 66) og átti 1 högg á Matt Kuchar, sem búinn var að leiða mestallt mótið. Risamótssigurvegarinn Zach Johnson varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari. Scott Stallings, John Rollins og Matt Every deildu 4. sætinu á samtals 11 undir pari, hver. Til þess að sjá úrslitin á Crown Plaza Invitational SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Lesa meira