Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2013 | 20:00

LET: Holly Clyburn vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna

Það var enska stúlkan Holly Clyburn sem vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð kvenna í dag, þegar hún sigraði á Deloite Ladies Open.

Hún spilaði á 8 undir pari, 211 höggum (71 69 71) og átti 3 högg á næsta keppanda löndu sína Charley Hull, sem var á 11 undir pari (72 73 69).

Í 3. sæti varð hin sænska Carin Koch á samtals 4 undir pari, 215 höggum.

Bree Arthur, Camilla Lennarth og Carlota Ciganda deildu síðan 4. sætinu, á 3 undir pari, 216 höggum, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Deloite Ladies Open SMELLIÐ HÉR: